Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 81
HVIRFILVINDURINN CAMILLA
79
Þá fór útidyrahurðin að losna úr
dyraumgerðinni. Þeir John og
Charlie lögðust upp að henni af
öllum þunga, en þá skall flóðbylgja
á húsinu og svipti upp hurðinni og
þeytti þeim niður eftir innra and-
dyrinu. Rafallinn blotnaði allur, og
ljósin slokknuðu. Charlie sleikti
varirnar og hrópaði til Johns: „Eg
held, að nú séum við að komast í
klípu. Það er saltbragð að vatn-
mu.“ Sjórinn hafði nú gengið al-
,veg upp að húsinu, og sjávaryfir-
borðið hækkaði enn stöðugt!
„Farið öll út um bakdyrnar að
bílunum!" hrópaði John. „Við lát-
um börnin ganga á milli okkar frá
einum til annars. Teljið þau. Níu!“
Börnin voru látin ganga mann
frá manni eins og vatnsfötur við
slökkvistörf. En það var ekki hægt
að koma bílunum í gang. Sjórinn
hafði komizt í rafkerfið. Stormur-
inn var svo ógurlegur og vatnið svo
djúpt, að það var ekki hægt að
flýja fótgangandi. „Förum aftur
inn í húsið!“ hrópaði John. „Teljið
börnin! Teljið níu!“
Þegar inn var komið, skipaði
John: „Allir upp í stiga!“ Hópur-
inn kom sér fyrir í stiganum, sem
var verndaður af tveim innveggj-
um. Þau voru hrædd, móð og renn-
blaut. Börnin settu læðuna, hana
Spooky, og kassa með kettlingun-
um hennar fjórum á stigapallinn.
Hún leit óróleg á afkvæmi sín.
Hundur nágrannans hringaði sig
saman og fór að sofa.
Nú var hávaðinn í storminum
orðinn slíkur, að það var sem járn-
brautarlest væri að fara framhjá í
nokkurra metra fjarlægð. Húsið
skalf og hreyfðist til á grunninum.
Vatnið hækkaði hægt en stöðugt,
er útveggirnir á neðri hæðinni
byrjuðu að hrynja. Enginn sagði
orð. Þau vissu öll, að það var ekki
um neina undankomuleið að ræða.
Þau vissu, að þau mundu annað
hvort komast lífs af þarna í húsinu
eða týna lífi.
Charlie Hill hafði gerzt verndar-
vættur nágrannakonunnar og barn-
anna hennar tveggja. Konan var að
því komin að sleppa sér af hræðslu.
Hún greip í handlegg honum og
tautaði í sífellu: „É'g kann ekki að
synda. Ég kann ekki að synda.“
„Þú þarft þess heldur ekki,“ sagði
hann við hana og reyndi að sýnast
rólegur. „Þessu hlýtur að slota
bráðum.“
Kona Koshaks gamla lagði hand-
legginn yfir axlir eiginmanns síns
og hvíslaði í eyra honum: „Ég
elska þig.“ Hann sneri sér að henni
og svaraði: „É’g elska þig.“ Og rödd
hans virtist nú ekki eins hrjúf og
venjulega.
John fylgdist með því, er vatnið
byrjaði að gjálfra við stigaþrepin.
Og hann fann til nístandi sektar-
kenndar. Hann hafði vanmetið
fimbulmátt fellibylsins Camillu.
Hann hafði gert ráð fyrir því, að
það, sem hafði aldrei gerzt áður,
gæti alls ekki gerzt. Hann grúfði
andlitið í höndum sér og baðst fyr-
ir án þess að segja orð: „Viltu
bjarga okkur úr þessum ógöngum?"
Augnabliki síðar lyfti fellibylur-
inn öllu þakinu af húsinu með of-
boðslegum sviptingum og þeytti því
40 fet í gegnum loftið. Neðstu þrep-