Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 95
ÞÉR TEKST ÞAÐ, VINUR!
93
að hann þarfnaðist hennar. „Langar
þig til þess að giftast?" spurði hann
hana eitt kvöldið.
„Hverjum?" spurði hún undrandi.
Hann hafði aldrei minnzt á slíkt áð-
ur.
„Mér.“
„Já.“
„Gott. Gætirðu þú lánað mér 6
dollara fyrir hjúskaparleyfinu?“
Fyrsta hjónabandsár þeirra var
erfitt, en beiskja Als og tortryggni
tók að dvína vegna hinna jákvæðu
áhrifa Annette, sem yljuðu honum.
Dag einn sagði hann við hana, að
hann langaði til að flytjast til Chi-
cago, borgarinnar, þar sem honum
hafði fundizt hann vera ofurliði
borinn . . . gersigraður.
„Mig langar til þess að ganga úr
skugga um, hvort mér tekst að
komast áfram á þeim slóðum er
ég ólst upp á.“
„Þér tekst það,“ sagði hún bara.
A1 útvegaði sér starf í Chicago
sem húsvörður og varðmaður í
einni af skrifstofum Illinois Bell
Telephone-félagsins. Hann var á
næturvaktinni. Hann sópaði og
þvoði gólf frá því klukkan hálf
fimm síðdegis þangað til klukkan
hálfeitt eftir miðnætti. Byrjunar-
laun hans voru 55 dollarar á viku.
Honum fannst það dálítið kald-
hæðnislegt, að hann skyldi einmitt
vera farinn að starfa sem húsvörð-
ur, þvi að hann hafði heyrt marga
svarta foreldra segja eitthvað á
þessa leið við syni sína: „Æ, hættu
bara í skólanum og útvegaðu þér
einhverja vinnu. Það er alveg sama,
hvort þú færð burtfararprófsskír-
-
EYJÓLFUR KONRÁÐ
JÓNSSON, RITSTJÓRI .
Eyjólfur Konráð Jónsson er
fæddur í Stykkishólmi 13. júní
1928. Foreldrar hans eru Jón
Eyjólfsson og Sesselja Konráðs-
dóttir. Hann lauk stúdentsprófi
frá Verzlunarskóla íslands 1949
og lögfræðiprófi frá Háskóla
Islands 1955. Hann var fram-
kvæmdastjóri Almenna bóka-
ifélagsins ög Stuðla hf. frá
stofnun þeirra 1955, en lét af
störfum hjá Almenna bókafé-
laginu 1960 og gerðist þá stjórn-
málaritstjóri Morgunblaðsins
og hefur gegnt því starfi síðan.
Jafnhiliða aðalstörfum hefur
hann rekið málflutningsskrif-
stofu ifrá 1956, fyrst með Geir
Hallgrimssyni, borgarstjóra, en
síðan með Jóni Magnússyni,
lögfræðingi. Eyjólfur er vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
i Austurlandsikjördæmi og hef-
ur nokkrum sinnum tekið sæti
á alþingi. Hann er kvæntur
Guðbjöngu Benediktsdóttur.
V_________________________________)