Úrval - 01.06.1970, Síða 7
5
— Þetta er fallegur hundur, sem
þér eruð með þarna, sagði hann. —
Viljið þér selja hann?
Ég varð frá mér numinn af fögn-
uði. Það var þá rétt, sem Swinton
hafði sagt, að bezt væri að treysta á
guð og gæfuna. Ég svaraði því um
hæl:
— Já, hann kostar þrjá dali.
Hershöfðinginn varð mjög undr-
andi:
—• Aðeins þrjá dali? í yðar spor-
um mundi ég ekki krefjast minna
en hundrað dala fyrir hann. Hugsið
yður um . . .
— Nei, sagði ég. — Verðið er þrír
dalir.
Hershöfðinginn borgaði og fór
burt með hundinn.
Nokkrum mínútum seinna kom
maður inn í hótelið og skimaði í
kringum sig eins og hann væri að
leita að einhverju.
— Eruð þér að leita að hundi.
spurði ég.
Hann ljómaði af ánægju.
— Já, hafið þér séð hann?
— Ég held, að ég geti náð í hann
fyrir yður.
Sjaldan hef ég séð þakklátari
mann. Ég tjáði honum, að ég vildi
gíarnan fá þrjá dali fyrir vikið.
— Kemur ekki til mála, ungi
maður. Ég gef yður tíu dali.
— 'Nei, sagði ég og var ákveðinn.
Verðið er þrír dalir.
Swinton hafði sagt, að guð og
gæfan mundi sæma okkur þremur
dölum, og ég mundi hæðast að ör-
læti guðs, ef ég tæki meira en þrjá
dali fyrir vikið. Ég gekk upp á her-
bergi til hershöfðingj ans og tjáði
honum, að ég iðraðist þess að hafa
selt hundinn og hvort hann mundi
ekki vera svo vænn að skila mér
hundinum til baka. Hann gerði það
og ég fékk honum þrjá dali. Síðan
fór ég niður og afhenti eigandanum
hann,
Þannig losnuðum við úr fjárhags-
kröggunum. Ég gekk burt og sam-
vizkan hefur aldrei verið betri. Ég
hefði aldrei getað fengið af mér að
nota dalina, sem ég seldi hund-
inn fyrir, en hina, sem ég fékk að
fundarlaunum, -— þá hafði ég unn-
ið mér inn á heiðarlegan hátt.
Og maðurinn hefði ef til vill al-
drei fengið hundinn sinn aftur, ef
ég hefði ekki komið til skjalanna!
ENDA ÞÓTT
MÖRG ÁR séu
liðin frá dauða
Bernhards Shaw,
er ennþá verið að
draga fram í dags-
ljósið sögur af
þessum óviðjafn-
anlega snillingi.
Einu sinni kom
hann í samkvæmi, þar sem erlend-
ur fiðlusnillingur átti að skemmta
gestunum.
Allir hlustuðu með andakt. Á eft-
ir kom gestgjafinn til Shaw og
spurði hann, hvernig honum hefði
fundizt leikurinn.
— Fiðluleikarinn minnti mig á
Paderevski.
Gestgjafinn varð meira en lítið
undrandi og sagði:
— Já, en Paderevski var alls ekki
fiðluleikari.
— Nei, það er nefnilega það,
sagði Shaw.