Úrval - 01.06.1970, Síða 8
Draugar í myrkri
og um miðjan dag
Urmull er af sögum
um vofur og svipi í
Bretlandi. Og ekki er
hægt að neita því, að í
mörgum héruðum lands-
ins eru til hús, sem hafa
aflað sér mikils orðstírs
fyrir einkennilega fyr-
irburði og sýnir, þögul,
gömul hús, sem taka á
sig dularfullan, drauga-
legan svip, þegar rökk-
ur vetrardagsins breið-
ist yfir.
„Gerðu svip hans ekki
gramt í geði, leyfðu
honum að fara!“ skrif-
aði Shakespeare í „Lear
konungi“ (King Lear).
En það verður að við-
urkenna, að við gerum
vofunum okkar í Bret-
landi oft gramt í geði án
nokkurrar miskunnar,
og mörg reikandi vofa
hlýtur að hafa orðið
undrandi, er hún rakst
á hóp af forvitnu, en
sjálfsagt taugaóstyrku
fólki á vofuveiðum, sem
beið fullt eftirvæntingar
úti í horni herbergis,
6
sem sagt var, að reimt
væri í.
Hvernig get ég reynt
að lýsa öllum vofunum,
sem reika um í hinum
ævagömlu húsum Bret-
lands skuggalegu munk-
unum, sem reika um,
þar sem klaustur þeirra
stóðu eitt sinn, grá-
klæddu konunum, sem
reika gufulegar um stof-
ur og garða húsa þeirra,
sem þadr eitt sinn,
bjuggu í?
Til dæmis mætti
nefna litlu Grænklæddu
konuna með barnið sitt,
en þau hafast við í
Crathes-kastala í Kin-
cardineshire. Einnig
mætti nefna hina frá-
hindrandi Lafði Haby í
Bisham Place, Berks-
hire, sem myrti eitt
barna sinna og hefur
síðan oft og mörgum
sinnum verið að reyna
að þvo blóðið af hönd-
um sér á stað þeim, sem
glæpurinn var framinn
'á. Og í Raynham Hall
— English Digest —
í Norfolk er Gráklædda
konan, sem hefur notið
þeirrar sérstöku upp-
hefðar öðrum vofum
fremur, að vera ljós-
mynduð.
Hús það í Bretlandi,
sem einna mestir reim-
leikar eru í, er Burton
Agnes Hall nálægt Brid-
lington í Yorkshire. Það
er tignarlegt setur frá
Tudortímabilinu, en í
viðhafnarsal þess er
varðveitt hauskúpa
stúlku, sem dó fyrir 300
árum síðan og gaf fyrir-
skipanir um varðveizlu
þessa. Eitt sinn er haus-
kúpan var færð úr
veggskoti sínu að baki
þiljum í salnum, var
hurðum skellt, og slíkur
óheyrilegur hávaði upp-
hófst, að hauskúpan var
látin aftur á sinn rétta
stað í flýti miklum. En
í Burton Agnes Hall
koma oft skrýtnir at-
burðir fyrir, jafnvel þótt
hauskúpan sé nú á sín-
um venjulega stað.