Úrval - 01.06.1970, Page 9
Það eru margar vofur
á ferli í Levens Hall ná-
lægt Kendal í West-
moreland. Það er gam-
alt hús með burstum, og
er elzti hluti þess frá
12. öld. Þessar vofur eru
alls ekki sólgnar í tungl-
skinsbjartar nætur, þvi
þær birtast yfirleitt um
hábjartan dag og líta út
eins og fólk af holdi og
blóði, þótt þær hafi
þann óhugnanlega vana
að hverfa skyndilega.
Sú frægasta þeirra er
Gráklædda konan, sem
reikar um á akveginum
heim að húsinu. Aðal-
starf hennar er að.
hræða gesti með því að
ganga þvert fyrir bif-
reiðir, sem nálgast hús-
ið. Þegar ökumaðurinn
stanzar í uppnámi, full-
viss þess, að hann hafi
ekið yfir roskna konu,
er engin kona þar sjá-
anleg!
Glamiskastali í Ang-
us, hið forna aðsetur
jarlsins af Strathmore
Draugarnir í Levens HalL hjá Kendal
í Englandi birtast alltaf
í albjörtu. Frægust þevrr er
gráklædda lconan.
og Kinghorne og fæð-
ingarstaður Margrétar
prinsessu, hefur , alltaf
verið umvafinn ein-
kennilegri dulúð. Sagt
er, að hér reiki um vofa
Jane Douglas, hinnar ó-
hamingjusömu konu,
sem var brennd á báli
sem galdranorn á 16. öld
fyrir að hafa verið álit-
in eiga þátt í samsæri
um að myrða Jakob
konung V.
Önnur vofa í Glamis-
kastala er hin sárþjáða
vofa Baerdie jarls, sem
er álitinn hafa lagt sál
sína að veði í spilum
við djöfulinn. Er hann
tapaði, var hann dæmd-
ur til þess að halda
áfram að spila að eilífu.
Ef þú telur gluggana í
Glamiskastala að utan
og síðan að innan muntu
aldrei fá sömu tölu, að
því er munnmælasagan
hermir. Sagt er, að ein-
hvers staðar í kastalan-
um sé týnda leyniher-
bergið, þar sem hið út-
skúfaða spilafífl heldur
áfram sinni endalausu
spilamennsku.
Ekki eru konung-
bornar vofur sérstak-
lega margar, svo að vel
staðfest sé, en eftirtekt-
arvert er, að á meðal
þeirra má telja margar
eiginkonur Hinriks kon-
ungs 8. Sem dæmi mætti
nefna hina frægu vofu
Catherine Howard,
fimmtu „eiginkonu“
hans, sem heldur áfram
ópum sínum á æðis-
gengnum flótta sínum
eftir draugagöngum til
kapellunnar við höllina
í Hampton Court í enda-
lausri leit sinn að kón-
unginum, svo að hún
megi lýsa yfir sakleysi
sínu við hann vegna
ásökunar, hans um hjú-
skaparbrot og sleppa
þannig undan dauða-
dóminum, sem á eftir
fylgdi.
Anne Boleyn féll
einnig fyrir hendi böð-
ulsins, og í Norfolk er
7