Úrval - 01.06.1970, Page 13
ER NOKKURT GAGN AÐ GEIMFERÐUM?
11
Sem dæmi um ávinning af geimferðum má nefna fjarskipta- og veðufathug-
anahnetti, ýmsa landvinninga í lœknisfrœöi, svo sem lasergeislann, og fleira.
En hversu mjög sem menn kunna
aS efast um, að tunglferðir eigi
rétt á sér, þá er það ómótmælan-
leg staðreynd, að geimrannsóknirn-
ar teknar í heild hafa borið mik-
inn jákvæðan árangur. Á þann ár-
angur bregður „UNESCO Courier“
nokkurri birtu.
FJARSKIPTAHNETTIR
Nú þegar er komið net af fjar-
skiptahnöttum allt umhverfis jörð-
ina. Mikilvægi þeirra fyrir vanþró-
uðu löndin verður ljóst, ef við tök-
um Indland sem dæmi:
Hópur sérfræðinga frá UNESCO
hefur samið skýrslu þar sem reynt
er að sýna fram á, að kerfi fjar-
skiptahnatta sé ekki einungis hag-
kvæmasta leiðin til að fullnægja
gífurlegri þörf Indlands fyrir fjar-
skipta- og menntunarmöguleikum
fyrir landið í heild; sannleikurinn
er sá, að slíkt kerfi er eina leiðin
til að ná þeim markmiðum sem
þjóðin hefur sett sér með tilliti til
kennslu í skólum og utan þeirra,
matvælaframleiðslu, þj óðfélagsþró-
unar, heilbrigðiseftirlits og tak-
mörkunar barneigna á næstu tíu
árum.
Með hefðbundnu fjarskiptakerfi
getur indverska útvarpið ekki gert
sér vonir um að taka í notkun nema
sex stórar sjónvarpsstöðvar og 50
minni endurvarpsstöðvar fram til