Úrval - 01.06.1970, Page 18
Fjölmargar eiginkonur
í Bandaríkjunum
spyrja, en fá ekkert
svar:
Er ég
eiginkona
eða
ekkja?
y
*
''IS
ann 7. apríl árið 1967
hripaði John O'Grady
þessi orð í stuttu bréfi
til 6 ára gamallar dótt-
ur sinnar, Töru að
nafni. Hann var þá við störf í flug-
hernum í flugstöð í Takhli í Thai-
landi: „Pabbi flýgur mikið hérna,
og því meira sem hann flýgur þeim
mun fyrr kemst hann heim fyrir
fullt og alls. En það er einmitt það,
sem hann óskar framar öllu öðru í
víðri veröld, af því að hann langar
til þess að faðma ykkur fast að sér.“
Þegar O'Grady major var á flugi
þrem dögum síðar yfir Norður-Yi-
etnam í „F105 Thunderchief“
(Þr umuhöf ðing j a), varð flugvélin
fyrir skothríð óvinanna. „Það er
kviknað í flugvélinni,“ tilkynnti
hann í fjarskiptatækin. „Ég er í
þann veginn að stökkva." Einn af
félögum hans sá fallhlíf opnast
skömmu síðar. Hann gat ekki sagt
til um, hvort 0‘Grady hékk í henni.
Diana, kona O'Gradys, minnist
þess, að henni fannst einmitt þenn-
an sama dag, að það væri eitthvað
að. Hún var að elda kvöldmatinn
heima á heimili þeirra í Las Vegas,
16
— Look —