Úrval - 01.06.1970, Side 22
20
ÚRVAL
í þessu máli og að það er þýðingar-
laust fyrir þær að ætla að krefjast
þess, að tillit sé tekið til sjálfsvirð-
ingar þeiKra. Frú O'Grady lýsir
hinum stöðuga ótta þeirra með
þessum orðum: „Færið okkur menn
okkar aftur frá Hanoi sem raun-
verulega menn, en ekki sem niður-
brotin reköld.“
Hún hefur ákveðið að halda til
Parísar til þess að leita frétta af
manni sínum og öðrum Banda-
ríkjamönnum, sem týnzt hafa í Vi-
etnam. Hún vill líka fá tækifæri til
þess að vekja athygli bandarísku
þjóðarinnar á slæmum aðstæðum
þessara manna. „Ég er ekki að
reyna að vekja samúð með mér
sjálfri,“ segir hún, „heldur að reyna
að fá Bandaríkjamenn til þess að
hefjast handa og gera eitthvað til
hjálpar föngunum.“
Hún segist muni ráða við öll önn-
ur vandamál sín, þegar hún viti það
fyrir víst, hvort O'Grady sé lífs
eða liðinn. „Er mér verður hugsað
til sumra hjóna, þá geri ég mér
grein fyrir því, að mér hlotnaðist
dásamlegt hnoss, sem ég fékk að
eiga í 15 ár, hnoss, sem þeim getur
aldrei hlotnazt. Ég veitti honum
hamingju, og fyrir það er ég guði
þakklát."
☆
1 barnum á Bridge House- hótelinu i Maidstone í Englandi hefur
verið komið fyrir stimpilklukku. Hótelið hefur dreift númeruðum
stimpilkortum til sinna föstu viðskiptavina, og verða þeir nú að stimpla
sig inn og út. Veitingamaðurinn, Jack Williams að nafni, sagði uppátæki
þessu til skýringar, að hann væri orðinn hundleiður á eilifum upp-
hringingum frá bálreiðum eiginkonum, sem neituðu að trúa þwi, að
eiginmaðurinn væri nýfarinn af barnum. Um 50 hinna föstu viðskipta-
vina, auðvitað allt eiginmenn, viðurkenndu, að þeir væru líka orðnir
hundleiðir á því að biðja „betri helming" sinn um að trúa því, að þeir
hefðu aðeins skroppið inn á krána til þess að fá sér „einn lítinn" með
strákunum.
„Við verðum að standa saman í þessu máli,“ sagði Williams. „Sá,
sem lætur það undir höfuð leggjast að stimpla sig inn eða út, verður að
greiða 6 pensa sekt, sem rennur til góðgerðarstarfsemi hér í bæ.“
UPI.
f>egar maður fær ,,són“ í símanum á Hanaleiplantekrunni, sem er
nýtt „lúxushótel“ á Hawaii, þá heyrist fuglasöngur, en ekki hringingar-
tónn.
Robert Carson.
Air Interí flugfélag, sem hefur með höndum innanlandsflug í Frakk-
landi, hefur tilkynnt, að nýgift brúðhjón þurfi aðeins að greiða fyrir
annan flugfarmiðann fyrstu 30 dagana eftir brúðkaupið.
Atlantix Journal.