Úrval - 01.06.1970, Page 23
Tala jlóttaviann hœkkar stöðugt. A tímabilinu janúar—september
1969 leituðu 6687 manns hœlis í Austurríki.
Flóttamannavandamál
Evrópu
æ umfangsmeiri
y*'. A\ VN*
*• nr W A\
* 1 *
*• *
il að koma í veg fyrir
að heimilislausum
flóttamönnum verði
hrúgað saman í stóra
hópa í þeim Evrópu-
löndum, sem þeir koma til fyrst eft-
ir að þeir hverfa frá heimalandinu,
hefur stjórn Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna mælzt til þess,
að settar verði auðveldari og sveigj-
anlegri reglur um brottflutning og
innflutning flóttamanna.
Tilmælin eru fram komin vegna
verulegrar aukningar á fjölda
flóttamanna í móttökubúðum í
Austurríki, Ítalíu og Tyrklandi.
Fulltrúi Austurríkis skýrir frá því,
að sem stendur séu 3000 flóttamenn,
sem beðið hafa um hæli, í búðum og
á einkaheimilum á vegum austur-
rískra stjórnvalda.
Á tímabilinu janúar-september
1969 leituðu 6687 manns hælis í
Austurríki, en á sama tíma áður var
talan 3580, þannig að aukningin nam
nálega 70 prósentum. Á ftalíu
hækkaði tala flóttamanna í móttök-
búðum úr 2000 árið 1968 upp í 3000
árið 1969. Aukningin stafaði ekki
fyrst og fremst af auknu flótta-
mannastraumi, heldur af því að
færri flóttamenn hafa farið frá
Ítalíu til að setjast að í öðrum lönd-
um.
f Tyrklandi hefur þrýstingurinn á
móttökubúðirnar í Acibadem aukizt
vegna þess að fleiri flóttamenn leita
nú hælis í landinu.
Stjórn Flóttamannahjálparinnar
lætur í ljós viðurkenningu sína á
þeim fúsleika til að taka við flótta-
mönnum og veita þeim hæli, sem
fyrst og fremst hefur komið fram í
Svíþjóð, Sviss, Bandaríkjunum,
Kanada og Ástralíu.
21