Úrval - 01.06.1970, Side 26
Eftir R. Stern
Robert Browning
var þekkt IjóÖsTcáld
á 19. öld og naut
mikillar viöur-
kenningar og vin-
sælda.
*****
*
*
*
*
*
*
*
*
ströndinni við Torquay
í Devonshire í Suður-
Englandi stóð ung
kona, starði út á haf-
ið og beið. Það var
*****
farið að kvölda. Snemma um dag-
inn höfðu þrír ungir menn haldið
út á sjóinn í litlum seglbáti. Einn
þeirra var Edward bróðir hennar,
sú persóna, sem var henni kærust
hér í heimi. Þeir hefðu átt að vera
komnir að íandi fyrir löngu, en
samt sáust hvergi merki um þá.
Þessi grannvaxna, unga kona, El-
ísabet Barrett að nafni, var í þung-
um þönkum. Henni varð hugsað til
bernsku- og æskuáranna með bróð-
ur sínum, sem hún kallaði „Bro“.
Hún minntist þess, að þau höfðu
lesið og lært saman, lagt stund á
grísku, bókmenntir, heimspeki,
skoðað náttúruna og velt fyrir sér
ráðgátum lífsins í sameiningu. Þau
höfðu verið óskaplega samrýmd.
Hún var mjög heilsuveil. Hún hafði
ofreynt sig, er hún var 15 ára. Hún
hafði verið að söðla hest. Og síðan
hafði hún ætíð verið heilsuveil. Það
voru bara liðnir nokkrir vetur, síð-
an æð hafði sprungið og hún hafði
orðið svo lasburða, að læknirinn
hennar hafði lýst yfir því, að hún
þyldi ekki lengur þokuloftið og
kuldann í Lundúnum að vetrarlagi.
Það var einmitt þess vegna, að hún
var nú komin suður til baðstaðar-
ins Torquay.
Stöðugt heilsuleysi hennar var
ein ástæðan fyrir því, að hún hafði
lifað í meiri einangrun en flestar
ógiftar yfirstéttarstúlkur í Englandi
á fyrri hluta 19. aldar. Hún hafði í
rauninni fá ánægjuefni önnur en
bækurnar sínar, hugsanir sínar og
bróður sinn.
Og þarna beið hún nú á strönd-
inni, þessi aðlaðandi stúlka, og
reyndi að byrgja inni þann heljar-
kvíða, sem ásótti hana. Nokkrum
árum áður, þegar hún var 26 ára
24