Úrval - 01.06.1970, Síða 27
Hér segir frá óvenjulegri
ástarsögu tveggja brezkra
Ijóðskálda, Roberts Brownings
og Elísabetar Barretts.
ÞEGAR
TVÖ SKÁLD
ELSKAST
að aldri, var henni lýst þannig í
bréfi:
„ . . . grannvaxin og ungmeyjar-
leg, mjög fíngerð, með undur fín-
gerðar hendur og fætur . . . stóran
munn, fagurlega myndaðan og tján-
ingarríkan, varir eins og aðskildir
kórallar . . . stór, dökk augu, og
hvíla augnahárin á kinnunum, þeg-
ar hún lítur upp.... Þegar við bæt-
ist einfaldur, en mjög tígulegur og
dýr klæðnaður, sem er einkennandi
fyrir alla fjölskylduna, þá er feng-
in skýr mynd af henni.“
Seglbáturinn með Bro og vinum
hans tveim lagði frá landi á laugar-
degi í júlí. Það heyrðist ekkert frá
þeim á sunnudeginum, ekki heldur
mánudeginum. Svo fréttist það, að
einhver hefði séð bát af slíkri gerð
með fjórum innanborðs (sá fjórði
var maður einn, sem stýrði bátnum
fyrir þá) sökkva í Babbicombeflóa.
Mörgum árum síðar lýsti Elísabet
Barrett því fyrir manninum, sem
hún elskaði og giftist, síðar, hvílík-
ar kvalir hún hefði liðið, er ,,Bro“
dó:
„Við biðum í þrjá daga . . . og ég
vonaði, á meðan nokkur tök voru
á slíku. Þvílíkar kvalir, sem ég leið
þessa þrjá daga! Og sólin skein, eins
og hún skín í dag, og það var ekki
meiri vindur þá en núna. Og sjór-
inn fram undan gluggunum var
sléttur eins og pappír . . . og systur
mínar drógu tjöldin frá, svo að ég
gæti sjálf séð, hversu lygn sjórinn
var. Þær vildu sannfæra mig um,
að enginn gæti orðið sér að voða á
slíkum sjó . . . og svo komu bátarn-
ir að landi hver af öðrum. s. . Eg
gat hvorki talað né úthellt tárum,
heldur lá vikum og mánuðum sam-
án með hálflamaða meðvitund, líkt
og milli heims og heljar, þótt hug-
urinn reikaði."
Það lá við, að hún dæi úr sorg.
Það var farið með hana til Lundúna
að nýju. Það var ekki svo að skilja,
25