Úrval - 01.06.1970, Síða 30

Úrval - 01.06.1970, Síða 30
28 ÚRVAL um í skrautrömmum á veggjunum heima hjá sér. Hún hafði þegar myndað svolítil tengsl við bókmenntaheim Lund- únaborgar. Það var fyrir tilstuðlan Johns Kenyons frænda hennar. Hann var auðugur maður og studdi marga rithöfunda af miklum mynd- arskap. Hann kynnti Elísabeti fyrir Mary Mitford, og urðu þær góðar vinkonur. Einnig kynntist hún þeim William Wordsworth og Walter Savage Landor í veizlu einni, sem hún hafði sótt aldrei þessu vant, en hún fór mjög sjaldan að heim- an. En hún var enn feimin og op- inská sem fyrr, blíð og hrekklaus. Eitt sinn hafði verið stungið upp á því við hana, að komið yrði með Wordsworth í heimsókn til hennar, en hún afþakkaði þann heiðurs- vott feimnislega. Dag einn í janúar árið 1845 mót- tók hún bréf. Henni höfðu borizt mörg bréf, síðan ljóðabækurnar hennar tvær komu út. Og hún hafði kastað þeim flestum í eldinn, þar eð hún áleit þau aðeins vott um hégómlega dýrkun frægðarinnar. En þetta bréf virtist þeim öllum ólíkt. í bréfi þessu lýsti bréfritarinn yfir því, að hann elskaði Ijóð henn- ar og dáði snilli hennar. Hann sagði, að það hefði litlu munað fyrir allmörgum árum, að vegir þeirra lægju saman, þar eð herra Kaynon hefði spurt sig að því, hvnrt sig langaði til að hitta skáld- konuna, sem reyndist svo ekki hægt vegna veikinda hennar. Hann sagði einnig, að hann væri gripinn þeirri kennd, að hann hefði þannig farið á mis við unaðslega lífsreynslu. Undir bréfinu stóð nafnið Robert Browning. Þetta var upphaf bréfaskipta, sem eru einsdæmi í annálum ásta og bókmennta í senn. Bréf Brownings einkenndist af bókmenntalegum stíl. Og Elísabet svaraði í sömu mynt. Hún hyllti snilli hans, sem henni fannst í raun og veru mikið til um. „Slíkt bréf frá slíkri hendi!“ Þannig tók hún til orða í bréfi sínu. Hún sagðist vera honum þakklát fyrir, að hann kynni að meta verk hennar. En það var eitthvað í þessu bréfi frá henni, sem hún hafði aldrei augum litið, sem snart hana á nýjan og ókunn- an hátt. Hann hafði lýst yfir því, að honum þætti það mjög leitt, að hann hefði misst af tækifærinu til þess að hitta hana. Hvað var það, sem fékk hana til þess að skilja eftir „opnar dyr“ fyrir hann í svar- bréfi sínu? Heilsa hennar var óskaplega bágborin, og hún tók yf- irleitt aldrei á móti neinum gest- um. Hún hefur sjálfsagt álitið, að það ætti ekki fyrir henni að liggia að njóta ásta, jafnvel þótt hún kynni að þrá slíkt. f svarbréfi sínu veitti hún honum sem sé ofurlitla von um, að hann fengi að hitta hana síðar meir. Það sést glöggt á þessum orðum hennar í bréfinu: ,.Eg vona, að það, sem ég varð af veena einnar tilviliunar, fnegi mér einhvern tíma hlotnst með hiálp annarra. Á veturna lifi ég alveg einangruðu lífi, en við sjáum til í vor.“ Hann áleit þetta svar hennar vera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.