Úrval - 01.06.1970, Síða 31
ÞEGAR TVÖ SKÁLD ELSKAST
29
Browning þiggur te í Browningsfélagi. (Skopteikning eftir Max BeerbohmJ ■
heimboð, sem það reyndar var, og
sagði í sínu svarbréfi, að hann
mundi með gleði bíða til vorsins.
Browning hafði alizt upp við allt
aðrar aðstæður en Elísabet. Þar var
um gerólíkt heimilislíf að ræða.
Hann var sonur bankamanns, sem
hafði áhuga á bókmenntum, hvatti
Robert til dáða á því sviði og hlúði
að hæfileikum hans. Allt var gert
til þess að örva hann og veita hon-
um andlega næringu. Hann lærði
erlend tungumál, ferðaðist mikið,
var jafnan umkringdur af bókaflóði
og í geysilegu uppáhaldi hjá fjöl-
skyldu sinni. Hann átti mikil sam-
skipti við fólk úr bókmenntaheim-
inum, þegar hann eltist, og skemmti
sér oft með því. Því fólki geðjaðist
líka mjög vel að honum. Ljóð hans
urðu vinsæl. Og það hafði þegar
verið sviðsett leikrit eftir hann í
Covent Gardenleikhúsinu.
Hann var því orðinn vel þekktur
á sviði bókmennta, er hann hóf
bréfaskipti sín við Elísabeti Barr-
ett. En hann hafði samt ekki enn
hlotið þá miklu frægð, er átti eft-
ir að verða hlutskipti hans.
Bréfaskipti þeirra voru mjög
óþvinguð allt frá byrjun. Elísabet
var mjög kvenleg í eðli sínu. Sem
sönn kona hafði hún mikla ánægju
af að skrifast á við þennan mann.
Hún hélt sig í fjarlægð frá honum,
en samt tókst henni að sjá svo um,
að hann væri óþvingaður í bréfum
sínum. Hvað hann snerti, þá var
hann ekki aðeins bókmenntalegur
aðdáandi hennar, sem hafði ánægju
af að skiptast á skoðunum við hana