Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 32

Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 32
30 ÚRVAL um ljóðlist, heldur hafði hann áhuga á henni sem konu. Hann hafði ánægju af að skiptast á skoð- unum við hana um allt það, sem þau höfðu yndi af, og hann hlakk- aði með óþreyju til þess dags, er honum veittist tækifæri til þess að heimsækja hana. Þannig skrifuðust þau á allan veturinn um sín hugðarefni, og urðu bréfaskipti þessi þeim báðum til djúprar ánægju. í einu bréfinu minnti hann hana á, að nú sæjust loksins örlítil merki vorsins. Hún svaraði því til, „að örlítil merki vorsins“ væru ekki næg fyrir hana. „Svolitlu síðar kemur mitt vor. Og eftir þessi vondu veður, sem ég er nýsloppin lifandi úr, má ég vera þakklát fyrir, að vorið skuli koma, þótt seint verði,“ skrifaði hún. Þar átti hún við veikindi sín. Sú staðreynd, að líf hennar var ótryggt, snart einhvern streng í brjósti Brownings, sem hafði aldrei fyrr verið snortinn. Hann skrifaði henni á þessa leið: „Kæra ungfrú Barret. Skyndilega er sem ég skynji það, að við hina gullnu strengi, sem þér hafið bætt í lífshörpu mina, hefur bætzt dapur- legur strengur, sem þér snertuð svo blíðlega í upphafi bréfs yðar, er ég fékk í morgun. En megi heitustu óskir hjarta míns rætast, eins og þær hafa hingað til gert, munuð þér enn eiga eftir að hlæja að aust- anvindinum eins og ég. R. R.“ Undir þetta bréf skrifaði hann „yðar að eilífu". Og hún svaraði á þessa leið: „En hve þér eruð góður! En hve þér talið blíðlega til mín og af hví- líkri hjartagæzku! Sumt, sem þér segið, er mjög hugnasmt, og sumt vekur undrun mína. Og þótt ég geri mér grein fyrir því, að þér ýkið ósjálfrátt það, sem ég get hugsan- lega verið yður, þá er það samt un- aðslegt að vera glaðvakandi og hugsa til yðar sem vinar. Megi guð blessa yður! Yðar einlæg, Elísabet B. Barrett." Þetta er bréf lítillar stúlku (39 ára gamallar), sem finnur feimnis- lega til unaðar við að móttaka ást- arorð þessa manns, sem var sex ár- um yngri en hún, manns, sem hún hafði aldrei augum lítið! Loks kom maímánuður. Hann vildi ekki reka um of á eftir henni, hvað heimboðið snerti, sem hún hafði lofað honum. Hún varð feimn- ari, er augnablikið nálgaðist. Hvernig gat hún leyft honum að koma og sjá með eigin augum, hvað hún var í raun og veru, hvað hið líkamlega snerti, ekki ung stúlka, heldur fullorðin kona, sem var tek- in og veikluleg eftir margra ára heilsuleysi? Hún vildi samt ekki, að hann héldi, að það væri einhver náð samkvæmt hennar áliti, að hann skyldi fá að líta hana augum. Því skrifaði hún og sagði, að hann mætti koma í heimsókn, ef hann langaði enn til þess. Hún bætti því við, að hann mundi sjálfsagt ekki langa til að koma aftur, eftir að hann hefði séð hana. Hún sagðist taka mjög sjaldan á móti gestum. Hann sendi svarbréf og tiltók ákveðinn tíma fyrir heimsóknina. Hann sagðist ætla að koma „klukk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.