Úrval - 01.06.1970, Síða 36

Úrval - 01.06.1970, Síða 36
34 ÚRVAL ing einnig vanizt að kalla hana því nafni. Henni varð hugsað til dagsins, er þau hittust fyrst, og fyrsta ástar- bréfsins, og hún svaraði á þessa leið: „ . . . Nú er ég glöð, já, glöð, yfir þessu kraftaverki. . . . Minn ást- kærasti og gæfuríkasti. Enginn maður þér líkur hefur nokkru sinni lifað. Það veit ég. .. . Allt líf mitt er þitt og þetta ár ævi minnar hef- ur verið þitt. .. . “ Sumarið færði þau nær hvort öðru. Loks vissu þau, að þau til- heyrðu hvort öðru, að leiðir þeirra mundu liggja saman að eilífu og að þau mundu giftast fyrr eða síðar. Þau gerðu sér líka grein fyrir því, að slíkt varð að gerast, þrátt fyrir væntanlega mótstöðu föður hennar. Þau gerðu sér grein fyrir því, að hann mátti alls ekki gruna, hvað væri að gerast. Þau ákváðu, að hún dveldi ekki annan vetur í Lundún- um. Þau vissu, að faðir hennar mundi aldrei samþykkja, að hún héldi til Suðurlanda. Þau ákváðu því, að hún skyldi strjúka og þau skyldu giftast með leynd. Þannig tækist að bjarga lífi hennar og ham- ingju þeirra samtímis Þegar haustið kom, fór hann að leggja harðar að henni að láta nú til skarar skríða, en hún gat ekki tekið endanlega ákvörðun. Hún bað hann um að bíða svolítið, það væri of snemmt að halda burt í septem- ber. En að lokum gerðist atburður, sem varð til þess, að skriður komst á málið. Faðir hennar fékk skyndi- lega þá flugu í höfuðið, að hann yrði að láta gera húsið í Wimpole- stræti hreint hátt og lágt og því yrði að rýma það. Hann skipaði George, bróður Elísabetar, að taka á leigu hús handa þeim í Dover eða Tunbridge, og áttu syskini þeirra öll að flytja þangað tafar- laust. Hann hafði hugsað sér, að þau þyrftu aðeins að dvelja þar í einn mánuð, en Elísabet vissi, að þessi eini mánuður yrði ekki næg- ur, heldur mundi endirinn verða sá, að þau dveldu þar í tvo mánuði eða jafnvel lengur. Ef endirinn yrði sá, „slyppu“ þau Browning ekki burt, áður en vetr- aði. Hún skrifaði Browning og sagði, að sér fyndist það að vísu „of fljótt og snögglegt" að leggja strax af stað til Ítalíu, en að hann yrði „að hugsa fyrir þau bæði“. Svo bætti hún við þessum orðum sem eftir- skrift: „Ég mun gera eins og þú óskar . . . þú skilur." Hann skildi, hvað hún átti við. Hann fékk bréf hennar á fimmtu- degi. Á föstudeginum útvegaði hann leyfisbréf og tilkynnti henni, að þau mundu giftast á laugardegin- um, hún skyldi halda heim til sín að hjónavígslunni lokinni, og síðan mundu þau halda suður til Dover og þaðan yfir til meginlandsins í vikunni þar á eftir. Laugardagurinn rann upp. Flestir í fjölskyldunni höfðu farið í stutt ferðalag. Arabel, systir Elísabetar, var þó heima. Elísabet komst út undir einhverju yfirskyni og hélt með ungfrú Wilson, þernu sinni, til Marylebonekirkjunnar, en þar beið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.