Úrval - 01.06.1970, Side 40
38
ÚRVAL
fræðilegt fyrirbrigði sé tvívara
soghljóð!
En sem betur fer hafa ekki ein-
göngu vísindamenn lagt orð í belg
í þessu efni. Hið fræga ljóðskáld
Paul Verlaine segir: „Kossinn, dá-
samleg rós í blómagarði ástarinn-
ar. Kossinn, hinn eldheiti undir-
leikari á slaghörpu tannanna undir
ljúfa söngva, sem ástin syngur í
brennandi hjörtum.“ Og Byron lá-
varður óskar sér að allar konur á
jarðríki hefðu aðeins einn rósa-
munn, svo að hann gæti kysst þær
allar í einu.
Skoðun Sören Kierkegaard á
kossinum er öllu hversdagslegri og
jarðbundnari: „Koss hjónabandsins,
þar sem hjónin vegna skorts á ser-
viettum þurrka hvort öðru um
munninn, um leið og þau segja:
„Takk fyrir matinn og verði þér að
góðu!“
Vitað er um tvo menn, sem hlot-
ið hafa doktorsnafnbót vegna koss-
ins. Við háskólann í Oxford varð
vísindamaðurinn Paul Newman dr.
nhilos fyrir „Menningarsögu koss-
ins“ sem hann skrifaði. Og við Har-
vardháskóla í Bandaríkjunum varð
læknirinn Tom Durante dr. med.
vegna ritgerðar sinnar: „Styttir
kossinn líf manna?" Hann hefur
komizt að þeirri niðurstöðu, að
kossinn sé hættulegur heilsu manna,
þar sem hann beri siúkdóma á
milli, geri starfsemi hjartans hrað-
ari en eðlilegt er, og hafi í för með
sér margs konar þjáningar. Máli
sínu til stuðnings hefur hann gert
kerfisbundnar rannsóknir stúdenta
og 500 annarra manna á öllum aldri.
Hann hefur mælt æðaslög og starf-
semi hjartans og taugakerfisins hjá
ástföngnu pari, sem kyssist. Mæl-
ingar hans og rannsóknir leiddu í
ljós að „alltof ástríðufullur koss geri
það að verkum, að heilsa manna
fari alveg úr jafnvægi, sérstaklega
hjá þeim sem komnir eru yfir þrí-
tugt.“ Lesendum til huggunar má
bæta því við, að kenningar dokt-
orsins hafa mætt harðri mótspyrnu.
Tveir amerískir sálfræðingar,
Anny Heller og Peter Sucker, hafa
gefið út 600 blaðsíðna bók, sem ber
heitið „Sálfræði kossins“. Þau birta
einnig tölulegar niðurstöður rann-
sókna og geta meðal annars frætt
okkur á því, að meðal karlmanna
telji eingöngu þeir, sem eru yngri
en 18 ára, kossinn mikilvægan fyr-
ir ástina. Þegar menn eru komnir
yfir fertugt taka þeir aftur að meta
kossinn mikils, en flestir vilja þá
kyssa konur yngri en 24 ára gaml-
ar! Þegar kona er komin yfir þrí-
tugt vill aðeins 45% karlmanna
kyssa hana.
Kvenfólk er meira fyrir kossa en
karlmenn. 77% af öllum konum frá
16 ára til fertugs lýstu því yfir að
kossinn væri þeim mikil nautn.
Árstíðirnar hafa aftur á móti engu
hlutverki að gegna, þegar kossinn
er annars vegar. Þetta með vorið
pr því eintóm blekking. Mjög marg-
ir vildu helzt kyssa á veturna.
Ekki aðeins nú á dögum hefur
kossinn verið viðfangsefni vísinda-
manna. Hinn frægi danski mál-
fræðingur prófessor Kristoffer Ny-
rop. gaf sér einnig tíma til þess að
rannsaka kossinn og sögu hans, og
í ritgerð hans, sem er nú orðin sex-
tíu ára gömul, byrjar hann á því