Úrval - 01.06.1970, Page 42
Þaö er gömul hjátrú, aö ef maður pjáist af tannpínu, sé bezta ráöiö aö kyssa
asna beint á múlann.
það var forvitni eða afbrýðisemi,
sem réði gerðum hans, skal ósagt
látið, en hann beygði sig yfir Evu
og fylgdi fordæmi býflugunnar og
þrýsti vörum sínum að hennar. Með
sólskinsbros á vör vaknaði Eva við
þetta nýja ástartákn.
Önnur frásögn segir, að Rómverj-
arnir eigi heiðurinn að því að hafa
fundið upp kossinn. Á tímum Ro-
mulusar voru konur svolítið veik-
ar á svellinu, þegar göfug vín voru
annars vegar. Þær notuðu tækifær-
in meðan menn þeirra voru burtu
að koma í kring svæsnustu drykkju-
veizlum. Svo mikið kvað að þessu
að eitthvað varð að gera í málinu.
Eiginmönnunum var skipað að líta
betur eftir konum sínum. Þegar
mennirnir komu heim, urðu konur
þeirra að koma fast upp að þeim,
svo að þeir gætu fundið, hvort
nokkur vínlykt væri af þeim. Ein-
um Rómverja hugkvæmdist að
þrýsta vörum sínum að munni konu
sinnar, til þess að hann væri nú al-
veg viss um, að hún hefði ekki
fengið sér neðan í því. Brátt voru
allir farnir að nota þessa aðferð.
Hversvegna loka menn augunum,