Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 48
46
ÚRVAL
hliðargötum. Þorpið var staðsett í
kvos og var ósköp afskekkt og eyði-
legt. Við vorum illa vopnum búnir
og vistir okkar voru að ganga til
þurrðar. Þar að auki vorum við
helmingi færri en óvinirnir.
Jörð var þakin 15 sentimetra
þykku lagi af nýföllnum snjó, og
við höfðum ekkert til að dulbúast
með. Grænu einkennisbúningarnir
okkar voru alltof áberandi, sérstak-
lega við snjóhvítan bakgrunninn.
É’g kallaði liðstyrk minn saman í
húsnæði, sem ég hafði gert að höf-
uðstöðvum okkar. Einn af liðsfor-
ingjunum áleit, að hvít lök yrðu
hentugust til að dulbúast með. En
hvernig í ósköpunum áttum við að
verða okkur úti um svo mörg lök
og það á stundinni?
Ég sendi aðstoðarforingja minn,
Fitzgerald, til hreppstjórans, til
þess að spyrja hann, hvort nokkur
líkindi væru til þess, að hann gæti
útvegað okkur nokkur lök.
— Segðu honum, að við munum
skila þeim aftur, strax og við get-
um, sagði ég.
Hreppstjórinn, Victor Gaspar, var
myndarlegur maður á sjötugsaldri
með mikið yfirskegg mitt í rjóðu
og kringlóttu andlitinu. Tvisvar á
ævinni hafði hann séð þorpið her-
numið af Þjóðverjum, fyrst 1914 og
síðan aftur 1940. Þegar hann heyrði
um vandræði okkar hófst hann
þegar handa.
‘— Komið með mér, sagði hann
við Fitzgerald og gekk á undan
honum til kirkjunnar. Þegar þang-
að kom leysti hann strenginn á
kirkjuklukkunni og tók að hringja
henni.
Þegar fyrstu tónar kirkjuklukk-
unnar bárust yfir þorpið, stakk for-
vitin kona höfðinu út um dyrnar
hjá sér og lagði við hlustirnar. Síð-
an þurrkaði hún hendur sínar á
svuntunni, fleygði kápu yfir axl-
irnar og þaut af stað til kirkjunn-
ar. Aðrir fylgdu á eftir. Brátt voru
flestir af íbúum þorpsins á hraðri
ferð til kirkjunnar — ýmist einir
sér eða í hópum.
Jafnóðum og þeir komu, skipaði
Victor Gaspar þeim að fara heim
aftur og sækja hvít lök.
—• Ameríkanarnir þurfa að nota
þau sem dulklæði, sagði hann. —
En flýtið ykkur!
Sumir gátu ekki komið, eins og
til dæmis frú Eudoxie Collard, sem
var önnum kafin við að elda mat
fyrir 60 flóttamenn, sem höfðust
við í kjallaranum hennar. Hún gat
því ekki með nokkru móti vikið
frá eldavélinni. En Gaspar fór sjálf-
ur í eigin persónu til þeirra, sem
ekki komu, þegar kirkjuklukkunni
var hringt. Á meðan voru hinir íbú-
ar þorpsins farnir að tínast aftur til
kirkjunnar með hin dýrmætu lök
sín. Á hálftíma komu nokkur
hundruð lök og var staflað á kirkju-
gólfið. Og loforð mitt um að skila
þeim aftur var ekki nefnt.
Ég dreifði lökunum á meðal
manna minna í skjótri svipan. Og
þá rann það upp fyrir mér, hversu
heimskulegt loforð mitt hafði verið.
Hermennirnir færðu sér lökin í nyt
eins og þeir til þurftu: Þeir skáru
þau í ferkantaða búta til þess að
þekja hjálmana og í langar ræmur
til þess að hylja byssurnar. Og til
þess að hylja einkennisbúningana
)