Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 48

Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 48
46 ÚRVAL hliðargötum. Þorpið var staðsett í kvos og var ósköp afskekkt og eyði- legt. Við vorum illa vopnum búnir og vistir okkar voru að ganga til þurrðar. Þar að auki vorum við helmingi færri en óvinirnir. Jörð var þakin 15 sentimetra þykku lagi af nýföllnum snjó, og við höfðum ekkert til að dulbúast með. Grænu einkennisbúningarnir okkar voru alltof áberandi, sérstak- lega við snjóhvítan bakgrunninn. É’g kallaði liðstyrk minn saman í húsnæði, sem ég hafði gert að höf- uðstöðvum okkar. Einn af liðsfor- ingjunum áleit, að hvít lök yrðu hentugust til að dulbúast með. En hvernig í ósköpunum áttum við að verða okkur úti um svo mörg lök og það á stundinni? Ég sendi aðstoðarforingja minn, Fitzgerald, til hreppstjórans, til þess að spyrja hann, hvort nokkur líkindi væru til þess, að hann gæti útvegað okkur nokkur lök. — Segðu honum, að við munum skila þeim aftur, strax og við get- um, sagði ég. Hreppstjórinn, Victor Gaspar, var myndarlegur maður á sjötugsaldri með mikið yfirskegg mitt í rjóðu og kringlóttu andlitinu. Tvisvar á ævinni hafði hann séð þorpið her- numið af Þjóðverjum, fyrst 1914 og síðan aftur 1940. Þegar hann heyrði um vandræði okkar hófst hann þegar handa. ‘— Komið með mér, sagði hann við Fitzgerald og gekk á undan honum til kirkjunnar. Þegar þang- að kom leysti hann strenginn á kirkjuklukkunni og tók að hringja henni. Þegar fyrstu tónar kirkjuklukk- unnar bárust yfir þorpið, stakk for- vitin kona höfðinu út um dyrnar hjá sér og lagði við hlustirnar. Síð- an þurrkaði hún hendur sínar á svuntunni, fleygði kápu yfir axl- irnar og þaut af stað til kirkjunn- ar. Aðrir fylgdu á eftir. Brátt voru flestir af íbúum þorpsins á hraðri ferð til kirkjunnar — ýmist einir sér eða í hópum. Jafnóðum og þeir komu, skipaði Victor Gaspar þeim að fara heim aftur og sækja hvít lök. —• Ameríkanarnir þurfa að nota þau sem dulklæði, sagði hann. — En flýtið ykkur! Sumir gátu ekki komið, eins og til dæmis frú Eudoxie Collard, sem var önnum kafin við að elda mat fyrir 60 flóttamenn, sem höfðust við í kjallaranum hennar. Hún gat því ekki með nokkru móti vikið frá eldavélinni. En Gaspar fór sjálf- ur í eigin persónu til þeirra, sem ekki komu, þegar kirkjuklukkunni var hringt. Á meðan voru hinir íbú- ar þorpsins farnir að tínast aftur til kirkjunnar með hin dýrmætu lök sín. Á hálftíma komu nokkur hundruð lök og var staflað á kirkju- gólfið. Og loforð mitt um að skila þeim aftur var ekki nefnt. Ég dreifði lökunum á meðal manna minna í skjótri svipan. Og þá rann það upp fyrir mér, hversu heimskulegt loforð mitt hafði verið. Hermennirnir færðu sér lökin í nyt eins og þeir til þurftu: Þeir skáru þau í ferkantaða búta til þess að þekja hjálmana og í langar ræmur til þess að hylja byssurnar. Og til þess að hylja einkennisbúningana )
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.