Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 57

Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 57
GERÐI FYRSTU VEÐURSPÁNA HÉRLENDIS 55 og síðar aðrir höfundar veður- spánna flyttu þær sjálfir, og við þá tilhögun sköpuðust miklir mögu- leikar á persónulegu sambandi veð- urfræðings og alþýðu manna. Jón var svo skapi farinn, að honum mun hafa fallið það vel í geð. Brátt kom að því, að athafnaþrá og vísindaáhugi Jóns leituðu víðara starfssviðs en veðurspánna ein- göngu. Umræður um virkjun fall- vatna hérlendis höfðu farið fram um langt árabil, og ýmsar rann- sóknir og maslingar verið gerðar. Rit og rannsóknir um jökla voru að vísu enn eldri, en feikilega strjálar og eldri en svo, að aðferð- um vísinda nútímans væri við þær beitt. Jóni var vel lióst, meðal ann- ars vegna starfs síns í Noregi, að jökiarannsóknir voru eitt grund- vallaratriði náttúruvísJnda hér á landi, þekking á jöklunum og vatna- búskap þeirra voru nauðsynleg undirstaða allra meiriháttar áætl- ana um vatnsvirkjanir, og gátu auk- ið skilning manna á loftslagsbreyt- ingum á íslandi, auk þess að vera merk og sjálfstæð vísindagrein. Hann hóf jöklarannsóknir fyrir al- vöru árið 1930, er hann hafði fengið styrk Menningarsjóðs til þeirra. Eitt aðalatriðið var að mæla reglulega lengdarbreytingar ýmissa skrið- jökla, og fyrsta sumarið var grund- völlur lagður. Aðalstarfið var að ferðast um landið, setja föst merki í grennd við jökulsporðana til að mæla frá, og fá menn til að annast mælingarnar, þar sem Jón kom því ekki við sjálfur. Þetta tókst, og hafa skriðjöklar víðast verið mældir ár- lega síðan. En ekki er nóg að mæla jökultot- urnar, sjálfa hájöklana þurfti einnig að sækja heim. Margar urðu jökla- ferðir Jóns, en merkustum þátta- skilum munu þó tvær hafa valdið. Vatnajökulsleiðangrarnir 1936 og 1951. Hinn fyrri fór Jón með forn- vini sínum Hans W. Ahlmann og fleirum, voru þeir tveir leiðang- ursstjórarnir. Fóru þeir víða um Vatnajökul austanverðan í maí og júní, en hrepptu oft illviðri og urðu því að liggja fyrir lengi í einu. Hef- ir Ahlmann lýst vel dugnaði Jóns og ósérhlífni við leiðangursstörfin, ferðir og sniógryfjugröft. Þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður varð árangur- inn mikill, þá fékkst í fyrsta sinni staðgóð þekking á úrkomu á jökl- inum og vatnsbúskap hans. Reynd- ist úrkoman þar miklu meiri en menn höfðu gert sér grein fyrir áð- ur, ef dæmt er eftir jöklaritgerð Jóns frá 1931. íslenzk-franski Vatnajökulsleið- angurinn 1951 fékk sérstakt við- fangsefni. Hann mældi þykkt jök- ulsins með hljóðbylgiuaðferðum. Jón var leiðangursstjóri, og mun hafa ráðið mestu um mælistaði. Ár- angurinn varð sá, að allgott yfirlit fékkst um þykkt jökulsins, og þá um leið ísmagnið í honum, landslag undir honum, vatna- og ísaskil skriðjöklanna og jökulfljótanna, sem frá meginjöklinum falla. En Jóni var ekki nóg að rannsaka jöklana sjálfa, hann vildi vekja al- mennan áhuga fyrir jöklunum, ekki aðeins þeirra, er á þá litu frá sjón- armiði vísinda og hagsýslu, heidur einnig hinna, er af eigin raun vildu kynnast fegurð jöklanna, tign þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.