Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 57
GERÐI FYRSTU VEÐURSPÁNA HÉRLENDIS
55
og síðar aðrir höfundar veður-
spánna flyttu þær sjálfir, og við þá
tilhögun sköpuðust miklir mögu-
leikar á persónulegu sambandi veð-
urfræðings og alþýðu manna. Jón
var svo skapi farinn, að honum mun
hafa fallið það vel í geð.
Brátt kom að því, að athafnaþrá
og vísindaáhugi Jóns leituðu víðara
starfssviðs en veðurspánna ein-
göngu. Umræður um virkjun fall-
vatna hérlendis höfðu farið fram
um langt árabil, og ýmsar rann-
sóknir og maslingar verið gerðar.
Rit og rannsóknir um jökla voru
að vísu enn eldri, en feikilega
strjálar og eldri en svo, að aðferð-
um vísinda nútímans væri við þær
beitt. Jóni var vel lióst, meðal ann-
ars vegna starfs síns í Noregi, að
jökiarannsóknir voru eitt grund-
vallaratriði náttúruvísJnda hér á
landi, þekking á jöklunum og vatna-
búskap þeirra voru nauðsynleg
undirstaða allra meiriháttar áætl-
ana um vatnsvirkjanir, og gátu auk-
ið skilning manna á loftslagsbreyt-
ingum á íslandi, auk þess að vera
merk og sjálfstæð vísindagrein.
Hann hóf jöklarannsóknir fyrir al-
vöru árið 1930, er hann hafði fengið
styrk Menningarsjóðs til þeirra. Eitt
aðalatriðið var að mæla reglulega
lengdarbreytingar ýmissa skrið-
jökla, og fyrsta sumarið var grund-
völlur lagður. Aðalstarfið var að
ferðast um landið, setja föst merki
í grennd við jökulsporðana til að
mæla frá, og fá menn til að annast
mælingarnar, þar sem Jón kom því
ekki við sjálfur. Þetta tókst, og hafa
skriðjöklar víðast verið mældir ár-
lega síðan.
En ekki er nóg að mæla jökultot-
urnar, sjálfa hájöklana þurfti einnig
að sækja heim. Margar urðu jökla-
ferðir Jóns, en merkustum þátta-
skilum munu þó tvær hafa valdið.
Vatnajökulsleiðangrarnir 1936 og
1951. Hinn fyrri fór Jón með forn-
vini sínum Hans W. Ahlmann
og fleirum, voru þeir tveir leiðang-
ursstjórarnir. Fóru þeir víða um
Vatnajökul austanverðan í maí og
júní, en hrepptu oft illviðri og urðu
því að liggja fyrir lengi í einu. Hef-
ir Ahlmann lýst vel dugnaði Jóns
og ósérhlífni við leiðangursstörfin,
ferðir og sniógryfjugröft. Þrátt fyr-
ir erfiðar aðstæður varð árangur-
inn mikill, þá fékkst í fyrsta sinni
staðgóð þekking á úrkomu á jökl-
inum og vatnsbúskap hans. Reynd-
ist úrkoman þar miklu meiri en
menn höfðu gert sér grein fyrir áð-
ur, ef dæmt er eftir jöklaritgerð
Jóns frá 1931.
íslenzk-franski Vatnajökulsleið-
angurinn 1951 fékk sérstakt við-
fangsefni. Hann mældi þykkt jök-
ulsins með hljóðbylgiuaðferðum.
Jón var leiðangursstjóri, og mun
hafa ráðið mestu um mælistaði. Ár-
angurinn varð sá, að allgott yfirlit
fékkst um þykkt jökulsins, og þá
um leið ísmagnið í honum, landslag
undir honum, vatna- og ísaskil
skriðjöklanna og jökulfljótanna,
sem frá meginjöklinum falla.
En Jóni var ekki nóg að rannsaka
jöklana sjálfa, hann vildi vekja al-
mennan áhuga fyrir jöklunum, ekki
aðeins þeirra, er á þá litu frá sjón-
armiði vísinda og hagsýslu, heidur
einnig hinna, er af eigin raun vildu
kynnast fegurð jöklanna, tign þeirra