Úrval - 01.06.1970, Page 61
59
Lærðu-
af börnum
þínum-
að leika þér
msntm
*
*
*
*
Þ
>y.
>ií
*
egar maðurinn þrælaði
við undirbúning að
doktorsnafnbót í sál-
fræði, var honum
nauðsynlegt að geta
slakað á og hvílzt frá lestrinum
stund og stund og byrjaði þá að
læra — af sjálfum sér — á blokk-
flautu. Kvöld eftir kvöld blés hann
og æfði sig við tónstiga og barna-
lög. En svo gafst hann upp. „Þetta
líkist of mikið vinnu,“ sagði hann
og sneri sér að námsbókunum að
nýju.
Fáum dögum síðar fann fjögurra
ára dóttir okkar flautuna, þar sem
hún lá á bókahillunni. Með leiftr-
andi augum greip hún flautuna,
setti á munn sér og framleiddi há-
an, titrandi tón. Hrifin og glöð
hljóp hún svo út í sólskinið og blés
af hjartans lyst við sinn líflega
ganghraða.
„Það er einmitt þetta, sem ég
hefði viljað gera,“ sagði maðurinn
seinna, — „bara blása og blása og
hafa það skemmtilegt." Við, full-
orðna fólkið, erum alltaf að brjóta
heilann og erfiða mikið til þess að
koma af stað einhverju skemmti-
legu, svo að gamanið verður loks
ekkert.
Skyldi það ekki vera mestu
valdandi um þreytu
okkar, tauyaspennu otj óróa, að
við höfum gleymt að
leiJca okkur?