Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 62

Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 62
60 ÚRVAL Mun það ekki vera mestu vald- andi um þreytu okkar, taugaspennu og óróatilfinningu, að við höfum gleymt að leika okkur. Sem sálfræðingur og fjölskyldu- ráðgjafi er ég stöðugt að mæta spurningum sem þessum: „Hvers vegna skeður aldrei nú- orðið neitt spennandi?“ „Hvers vegna er lífsgleði mín horfin?“ „Hvernig get ég, eins og hér áður, fundið að ég lifi, notið þess að lifa?“ Við kynningu af börnum, áhorfandi að leik smábarna, hef ég sannfærzt um, að þau þekkja svör- in við þessum spurningum. Hver er þá leyndardómurinn? Að nokkru leyti felst hann í því, að börnin eru aldrei að spyrja, hvort nokkurt gagn sé í því að gera þetta eða hitt. Þau leika sér leiksins vegna, hann sjálfur er takmarkið. Taktu fjögurra ára snáða með þér út á leikvöllinn, —■ hann er þotinn frá þér og eftir andartak hangir hann í hnéshótunum efst uppi í klifurgrindinni, fullur áhuga að athuga veröldina við þá afstöðu. Hann er ekki að brjóta heilann um það, hvort þetta sé góð þjálfun fyr- ir vöðvana, eða hjálpar honum til að losna við hálft kíló; hann bara gleðst yfir undrun og tækifærum leikvallarins og nýtur lífsins ein- faldlega! Þegar við, hin eldri, fullorðnu, ætlum að skemmta okkur gerum við (oft) ráð fyrir að taka á móti ánægjunni- frá öðrum: sitjum við sjónvarpið, förum í leikhúsið eða horfum á knattspyrnu. Eða þá, að við tökum þátt í spilum, skák, tennis eða öðrum íþróttum, þar sem fylgja verður ákveðnum reglum. Við látum stað og stund ákveða, hvað við tökum okkur fyrir hend- ur, og hvernig við högum okkur. Þegar börn leika sér, eru það þau sjálf, sem ákveða. Þau nota til leiksins, það sem hendi er næst. í þeirri hugmyndaríku vitund geta hversdagslegustu hlutir orðið það dýrmæti, sem þau óska sér helzt. Þau finna þvottaklemmu á eldhús- gólfinu, vefja hana í klút, og þar eru þau búin að fá brúðu; 25-eyr- ingur, sem hefur falið sig undir sófapúða verður að földum fjár- sjóði. En eftir því, sem við eldumst og verðum „vitrari“, töpum við þess- um eiginleika. Þetta kemur mér oft í hug, þegar ég geng um lysti- garðinn, þar sem ég lék mér sem barn. Þá var það Tarzan, sem réði þarna ríkjum. f hugum okkar barn- anna var þetta villtur og hættuleg- ur staður, fullur af æsandi ævin- týrum, með öpum og ljónum •— eins og frumskógur í Afríku! En í dag, þegar ég geng um garðinn, sé ég bara nokkra runna, grasreiti og gangstíga. Hvað getum við gert til þess að eignast að nýju þennan tapaða eig- inleika til leiks og hugmyndaflugs? Hér skal ég benda á nokkuð af því, sem börnin geta kennt okkur: Lifðu fyrir líffantli stund. Taktu eftir áhuga barnsins við að láta dúnfjöður svífa, eða bara horfa á smábjöllu skríða eftir strái. Fyrir barnið er þetta andartak allt! Án þess að fylgja nokkurri ákveðinni hugsun, verður allt, sem það tekur sér fyrir hendur, til eðlilegrar og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.