Úrval - 01.06.1970, Side 62
60
ÚRVAL
Mun það ekki vera mestu vald-
andi um þreytu okkar, taugaspennu
og óróatilfinningu, að við höfum
gleymt að leika okkur.
Sem sálfræðingur og fjölskyldu-
ráðgjafi er ég stöðugt að mæta
spurningum sem þessum:
„Hvers vegna skeður aldrei nú-
orðið neitt spennandi?“ „Hvers
vegna er lífsgleði mín horfin?“
„Hvernig get ég, eins og hér áður,
fundið að ég lifi, notið þess að
lifa?“ Við kynningu af börnum,
áhorfandi að leik smábarna, hef ég
sannfærzt um, að þau þekkja svör-
in við þessum spurningum.
Hver er þá leyndardómurinn? Að
nokkru leyti felst hann í því, að
börnin eru aldrei að spyrja, hvort
nokkurt gagn sé í því að gera þetta
eða hitt. Þau leika sér leiksins
vegna, hann sjálfur er takmarkið.
Taktu fjögurra ára snáða með
þér út á leikvöllinn, —■ hann er
þotinn frá þér og eftir andartak
hangir hann í hnéshótunum efst
uppi í klifurgrindinni, fullur áhuga
að athuga veröldina við þá afstöðu.
Hann er ekki að brjóta heilann um
það, hvort þetta sé góð þjálfun fyr-
ir vöðvana, eða hjálpar honum til
að losna við hálft kíló; hann bara
gleðst yfir undrun og tækifærum
leikvallarins og nýtur lífsins ein-
faldlega!
Þegar við, hin eldri, fullorðnu,
ætlum að skemmta okkur gerum
við (oft) ráð fyrir að taka á móti
ánægjunni- frá öðrum: sitjum við
sjónvarpið, förum í leikhúsið eða
horfum á knattspyrnu. Eða þá, að
við tökum þátt í spilum, skák,
tennis eða öðrum íþróttum, þar sem
fylgja verður ákveðnum reglum.
Við látum stað og stund ákveða,
hvað við tökum okkur fyrir hend-
ur, og hvernig við högum okkur.
Þegar börn leika sér, eru það þau
sjálf, sem ákveða. Þau nota til
leiksins, það sem hendi er næst. í
þeirri hugmyndaríku vitund geta
hversdagslegustu hlutir orðið það
dýrmæti, sem þau óska sér helzt.
Þau finna þvottaklemmu á eldhús-
gólfinu, vefja hana í klút, og þar
eru þau búin að fá brúðu; 25-eyr-
ingur, sem hefur falið sig undir
sófapúða verður að földum fjár-
sjóði.
En eftir því, sem við eldumst og
verðum „vitrari“, töpum við þess-
um eiginleika. Þetta kemur mér
oft í hug, þegar ég geng um lysti-
garðinn, þar sem ég lék mér sem
barn. Þá var það Tarzan, sem réði
þarna ríkjum. f hugum okkar barn-
anna var þetta villtur og hættuleg-
ur staður, fullur af æsandi ævin-
týrum, með öpum og ljónum •—
eins og frumskógur í Afríku! En í
dag, þegar ég geng um garðinn, sé
ég bara nokkra runna, grasreiti og
gangstíga.
Hvað getum við gert til þess að
eignast að nýju þennan tapaða eig-
inleika til leiks og hugmyndaflugs?
Hér skal ég benda á nokkuð af
því, sem börnin geta kennt okkur:
Lifðu fyrir líffantli stund. Taktu
eftir áhuga barnsins við að láta
dúnfjöður svífa, eða bara horfa á
smábjöllu skríða eftir strái. Fyrir
barnið er þetta andartak allt! Án
þess að fylgja nokkurri ákveðinni
hugsun, verður allt, sem það tekur
sér fyrir hendur, til eðlilegrar og