Úrval - 01.06.1970, Síða 70

Úrval - 01.06.1970, Síða 70
68 ÚRVAL Þau gera meðal annars ráð fyrir því, að stofnuð verði ný neytenda- verndardeild í Dómsmálaráðuneyt- inu og að Viðskiptaneínd ríkisins verði veitt aukin völd, sem veiti veita þeim framleiðendum og kaup- mönnum alvarlega áminningu, sem álitnir eru hafa blekkt neytendur eða haft af þeim á einhvern hátt. „LÁTTU ALDREI HLUT ÞINN“ Helzti verndarvættur hins banda- ríska neytenda er sjálfur áberandi „htill neytandi". Ástæðan er að nokkru leyti sú, að hann veit, að kaup hans til eigin þarfa yrðu skil- in sem viðurkenning á viðkomandi hlutdrægni. Nader á því engin meiri háttar tæki, hvorki sjón- varpstæki né bíl. Vinnudagur hans er frá 16 til 20 stundir, og oft vinn- ur hann alla 7 daga vikunnar. En samt neitar hann að samþykkja það, að um sé að ræða einhverja fórn eða eitthvert óvenjulegt afrek frá hans hendi. Nýlega var honum veittur heiðursvottur við opinbera athöfn, og við það tækifæri ávítaði Nader lítillega þá, sem fyrir þess- um heiðursvotti stóðu. Hann tók þá svo til orða: „Það ætti ekki að veita mér heiðursvott fyrir að gera það, sem ég ætti að gera.“ Hina næmu skyldutilfinningu hans og löngun til þess að halda áfram að læra og fræðast endalaust má rekja til uppeldis þess, sem hann hlaut á uppvaxtarárum sínum í Winsted í Connecticutfylki. Kvöld- verðartíminn líktist fremur nám- skeiði í réttarlæknisfræði en venju- legu borðhaldi, enda stóð „borð- haldið“ oft 3—4 tíma. Og ætlazt var til, að allir segðu sitt álit á um- ræðuefni kvöldsins. Faðir Naders, sem vai- innflytjandi frá Libanon, hafði gerzt veitingamaður í Banda- ríkjunum og hafði átt talsverðri velgengni að fagna. Hann var „fundarstjóri" við þessar umræður og hvatti börn sín til þess að standa fast á rétti sínum. Hann sagði þeim, að þau skyldu aldrei láta lögmætan hlut sinn fyrir neinum. Og þau lærðu þessa lexíu refjalaust. Ralph hóf nám við lagadeild Harvardháskóla, eftir að hann hafði útskrifazt með ágætiseinkunn frá Princetonháskólanum. í Harvard varð hann ritstjóri dagblaðs skól- ans, en það einkenndist af stuðn- ingi sínum við ýmis „málefni", sem voru efst á baugi hverju sinni. Ein af greinum hans í blaði þessu, „Amerískir bílar: hannaðir fyrir dauðann“, varð svo vísirinn að bók hans „Hættulegur á hvaða hraða sem er“. Bókin kom út árið 1965 og var hroðaleg ákæra á hendur bif- reiðaiðnaðinum, klíkum vélaverk- fræðinga og vélfræðinga, ýmsum ríkisstjórnarnefndum og ráðum og umferðaröryggissamtökum og nefndum fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að stuðla að því að gera bíla betur „árekstrarhæfa“. Nader er grannvaxinn og hávax- inn piparsveinn. (Hann hefur ekk- ert á móti stúlkum, en hefur bara sjaldan tíma eða löngun til þess að bjóða þeim út). Hann dregst oft aftur úr með störf sín og neyðist því oft til að láta bíða eftir sér. Hann getur verið óþægilega feim-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.