Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 73
Eftir 2500 ár
eru orð hans
enn í fullu gildv.
EFTIR MAX EASTMAN
Hvað
sagði
Plató?
egar minnzt er á gríska
heimspekinginn Plató,
verða margir hátíðleg-
ir á svipinn líkt og ver-
i* ið væri að tala um dýr-
ling. En Plató var enginn dýrlingur.
Hins vegar var hann góður iþrótta-
maður, hugrakkur hermaður, skáld,
hestamaður mikill og hafði yndi af
ómerkilegum gamanleikum. Hann
varð 81 árs gamall og dó í brúð-
kaupsveizlu — og lífsgleði hans og
áhugi á viðræðum entist honum til
hinztu stundar.
Þegar hann var uppi, var ástandið
mjög svipað því sem er nú á tímum.
Þetta á einkum við um fyrri helm-
ing 4. aldar f.Kr., þegar Aþenubúar
voru orðnir þreyttir á styrjöldum og
byltingum og tortryggnir gagnvart
gömlu trúarbrögðunum, en reyndu
í þess stað ða ná tökum á hinum
sönnu verðmætum lífsins. Það var
hlutverk Platós að hjálpa þeim til
að ná þessum tökum. Hann lá ekki
fremur á liði sínu en hebresku spá-
mennirnir, enda þótt hann gæti ekki
stutt ályktanir sínar með skírskot-
un til æðri máttarvalda. Grísku guð-
irnir voru að vísu fagrir og töfrandi,
en þeir voru lika eigingjarnir og of-
stopafullir, og þeim hefði aldrei
komið til hugar að leggja mönnun-
um lífsreglur á borð við boðorðin
tíu. Plató var hættur að trúa á þá
og var farinn að tala um að til væri
aðeins einn guð. En hann var þeirr-
ar skoðunar, að þessi guð réði ekki
hegðun mannanna. Hann varð því
að finna ákveðnar hegðunarreglur,
og einnig rökstuðning fyrir því,
— Readers Digest —
71