Úrval - 01.06.1970, Page 79
7 augum veðurfrœðinganna
var Camilla aðeins mesti
stormur, sem nokkru sinni hafði
madzt. I augum fjöl-
skyldunnar Koshak var
Camille hins vegar skelfileg
reynsla, martröð, sem
fávr hafa þurft að lifa.
Hvirfilvindurinn
Camilla
EFTIR JOSEPH P. BLANK
* *
* T' *
J
* *
ohn Koshak yngri vsisi,
tmWmZ gefnar
höfðu verið
útvarpi og
sjónvarpi allan þennan sunnudag,
þ. 17. ágúst í fyrra, er fellibylur-
inn Camilla æddi í norðvesturátt
yfir Mexíkóflóa. Það var öruggt, að
hann færi yfir borgina Gulfport
niðri við strönd Mississippifylkis,
en Koshakfjölskyldan bjó einmitt
þar í borg. Næstum 150.000 manns
flýði úr strandhéruðum fylkjanna
Louisiana, Mississippi og Alabama
til öruggari staða inni í landi. En
því var eins farið með John og
þúsundir annarra í strandhéruðun-
um, að hann vildi helzt ekki yfir-
gefa heimili sitt, nema fjölskylda
hans væri greinilega í hættu. Þar
var um að ræða Janis eiginkonu
hans og börn þeirra, sjö að tölu.
Hann reyndi að taka ákvörðun
um, hvaða ráðstafanir væri bezt að
gera, og ræddi um þetta við for-
eldra sína, sem höfðu flutzt frá
Kaliforníu til Johns sonar síns og
fjölskyldu hans fyrir mánuði. Þetta
var stórt hús, hvorki meira né
minna en 10 herbergi. Hann ræddi
málið einnig við Charles Hill, góð-
an vin sinn, sem hafði komið ak-
andi alla leið vestan frá Las Veg-
as til þess að heimsækja hann.
John var 37 ára að aldri Heim-
ili hans var jafnframt vinnustaður
hans. Hann hannaði og bjó til lík-
ön af uppeldisleikföngum og öðrum
svipuðum hlutum og seldi þau síð-
an framleiðendum. Allt bréfasafn
þessa litla fyrirtækis hans, teikn-
ingar og plögg voru geymd á neðri
hæðinni. Fellibyljir voru gamlir
kunningjar hans. Fjórum árum áð-
ur hafði fellibylurinn Betsy lagt
fyrra heimili hans í rúst, en það
hafði staðið nokkrum mílum fyrir
76
— Readers Digest —