Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 85
HVIRFILVINDURINN CAMILLE
83
andi á svip: „Við misstum næstum
allar eigur okkar, en fjölskylda
slapp heil á húfi úr þessum hildar-
leik. Og þegar ég hugsa til þess, þá
geri ég mér grein fyrir þvi, að við
misstum ekk ineitt, sem máli skipt-
ir.“
☆
Maður einn, sem hafði verið úti að skemmta sér, hóaði í leigubíl á
götu í Dublin og kaltaði bara „Waterloo!“
„Waterlooveg, herra?“ spurði bílstjórinn.
„Alvég hárrétt, góðurinn," sagði sá góðglaði, „ég er orðinn of seinn
í or.rustuna!"
Lærður maður er iðjuleysingi, sem drepur tímann með bókagrúski.
Bernard Shaw.
Hún: Mér þætti gaman að vita, hvort þér munið eftir mér. Fyrir
mörgurri árum báðuð þér mig um að giftast yður.“
Viðutan prófessor: „Ó, einmitt? Og gerðuð þér það?“
Gamall Indíáni stóð uppi á hæð einni .með syni sínum og leit yfir fagra
dalinn, sem blasti við augum. Svo sagði hann: „Sonur minn, einhvern
tíma tilheyrir allt þetta land Indiánum aftur. Hvítskirinar fara allir upp
i tunglið.“
Háskólaborgari kom að gamla hagfræðiprófessornum sínum, þar sem
hann var að fara yfir prófúrlausnir. Hann tók eitt blaðið, leit á það
og sagði: „Nei, sko, þetta eru sömu spurningarnar og þér spurðuð fyrir
tuttugu árum."
„>að er rétt,“ var svarið.
„En segja stúdentarnir þá ekki næsta ár.gangi alltaf frá spuirningun-
um?“
„Jú,“ svaraði prófessorinn, „en við skiptum bara um svör á hverju ári.“
Konan veit aldrei, hvers hún er megnug, fyrr en hún grætur.
Skilgreining á „samkvæmnishæfni":
Sá hæfileiki að geta geispað án þiess að opna munninn.
Leyndardómur langlífis er fólginn í ,því að lyfta fætinum af bensín-
gjafanum i stað þess að hrista hnefann að varkárna ökumanninum, sem
er fyrir framan mann.
Erfiðleikarnir er,u jarðgöng, sem við förum í gegnum, en ekki múr-
veggur, sem við verðum að brjóta hausinn á.