Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 105

Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 105
103 ÞÉR TEKST ÞAÐ, VINUR! Samtals 52 þessara þátttakenda lögðu svo stund á háskólanám. Og nú hefur starfsemi þessi breytzt vegna breyttra þarfa nútímans. Á síðastliðnu ári hafa verið haldin ýmis námskeið hjá Sears Roebuck K.F.U.M., sem gert hefur 416 ung- um piltum og stúlkum fært að ljúka framhaldsdeildargagnfræða- námi og menntaskólanámi. 120 stúlkum, sem lögðu stund á vélrit- un og hraðritun, hefur verið útveg- uð atvinna strax að námi loknu. Og 250 ungum piltum hefur verið komið fyrir í starfsþjálfun í ýms- um fyrirtækjum, verkstæðum og verksmiðjum. FRAM Á LEIKSVIÐIÐ Septemberkvöld eitt árið 1962 var A1 í gönguferð um Lawndalehverf- ið sem oftar. Hann hlustaði á þá hljómkviðu, er hann hafði ætíð tek- ið sem sjálfsögðum hlut í þessu einangraða, svarta fátækrahverfi. Ýmiss konar hljóð bárust honum til eyrna, tónar frá útvarpstækjum og plötuspilurum, trumbusláttur krakka og unglinga, sem notuðu öskutunnur fyrir trumbur, söngur smáhópa, sem safnazt höfðu sam- an. Og á einstaka stað mátti heyra gítarhljóma. Skyndilega laust þeirri hugsun niður í vitund hans, að tónlistin er einn af hinum fáu, raunverulegu tengiliðum milli unglinga, og að hann gæti notfært sér þann tengi- lið. Og innan tíu mínútna var hann búinn að finna Willy Parker. Hann hímdi úti á götu ásamt fimm félög- um sínum. „Við höldum skemmtun,“ sagði Al. „Við byrjum að prófa skemmti- krafta í K.F.U.M.-húsinu annað kvöld. Við höfum þörf fyrir allt það hæfileikafólk, sem við getum náð til. Látið þið því fréttirnar ber- ast. Sprettið úr spori, drengir!" Fréttirnar bárust eins og eldur í sinu um Lawndale-hverfið. Og næstu kvöldin mátti sjá hópa ungl- inga stefna að K.F.U.M.-húsinu til þess að taka þátt í nýjustu starf- semi Als, sem hlotið hafði heitið „Táningar með hæfileika". Komið var á laggirnar söngflokkum, dans- flokkum og hljómsveitum af ýms- um gerðum og stærðum. Strákarn- ir snöpuðu saman trumbum, gítur- um, saxófónum, trompetum og jafn- vel kontrabassa með einum streng. Margir sömdu sín eigin lög og ljóð. A1 hvatti þá óspart til dáða og kynti undir áhuga þeirra. „Við verðum að standa okkur vel,“ sagði hann, „því að við stefnum béint á tunglið! Þegar við erum tilbúnir til þess, förum við með þessa sýningu út úr Lawndalehverfinu og setjum hana á svið í miðborg Chicago. Sko, við ætlum okkur „að slá í gegn“ svo að um munar!" Kvöld eftir kvöld lék allt á reiði- skjálfi í kjallara K.F.U.M.-hússins, meðan æfingar voru í fullum eangi. Fyrst í stað voru tónarnir helzt til háværir og hrjúfir og óum- deilanlega viðvaningslegir. A1 var alltaf við höndina, brosandi, hvetj- andi, klanpandi og miðlandi góðum ráðum. í hans eyrum var þetta samt unaðslegasta tónlist í heimi. Þegar K.F.U.M.-húsinu var lokað á kvöldin, fór hann oft með hóp heim með sér og æfði þar einstök lög
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.