Úrval - 01.06.1970, Page 115
Máttugir menn i andanum hafa alltaf
verið til og eru ennþá.
Bænheitir menn
H§ gera kraftaverk
RÆTT VIÐ ÓL.AF TRYGGVASON, HUGLÆKNI Á AKUREYRI
■*
3K
agt er, að trúin flytji
fjöll, máttur kærleik-
ans sé mikill og bæn-
heitir menn geri
9K7K7NW/N kraftaverk. Víst er, að
hugarorka mannsins er mikil, en
vísindamenn hafa kosið, að leita
fremur annarra sanninda með rann-
sóknum en að kanna hin ómældu
orkusvið mannshugans og eru farn-
ir að spígspora á tunglinu við mik-
inn fögnuð jarðarbúa áður en vís-
indaleg vissa er fangin um orku bá
og hæfileika, sem í okkur sjálfum
býr, svo ekki sé nú minnzt á afdrif
sálarinnar eða hvort hún sé nokk-
ur til þegar umbúðirnar eru orðnar
ónýtar. Já, jafnvel kristnir menn
deila um framhaldslíf og samband
heimanna tveggja, jafnframt því
sem þeir biðja anda framliðins
manns um hjálp í nauðum. Hundr-
uð, ef ekki þúsundir manna hér á
landi bera því glaðir vitni, að þeir
hafi hlotið hjálp frá þeim, sem
horfnir eru yfir landamærin, með
aðstoð fólks með dulargáfur. Hér á
Akureyri var um langt skeið hug-
lækningastofa, þótt aldrei væri hún
auglýst og var hún mikið sótt og
sálarrannsóknarfélög rannsaka
margs konar fyrirbæri.
Mörgum þykja þau rök ekki
nægilega sterk, að líf sé eftir þetta
líf, og hafa ekki fengið órækar
sannanir fyrir því. Samt er skyn-
samlegt að gera ráð fyrir því. Og
ef menn vilja fallast á það, er jafn
sjálfsagt að búa sig undir það og
að hugsa fyrir morgundeginum, sem
jafnan hefur verið háttur hygginna
manna. En „morgundagurinn“, sá
er bíður allra dauðlegra manna, er
ekki aðeins nýr dagur, heldur hlýt-
ur hann að vera tengdur deginum
í dag, vera framhald af honum sé
hann til.
En ganga má að því sem gefnu,
að með meiri þekkingu á andlegri
orku manna og hæfileikum, fram-
— Dagur —
113