Úrval - 01.08.1971, Side 33

Úrval - 01.08.1971, Side 33
BÖRN ÁN MÓÐURMÁLS ERU RÓTLAUS ... 31 þar sem þessi litla mannvera verð- ur nú allt í einu að lifa í tveimur heimum, skólanum, þar sem að- eins heyrist ókunnugt mál og heim- ilinu, þar sem móðurmálið er tal- að. Kennaranum verður það nokk- ur huggun í erfiðleikum sínum, að geta farið heim til sín þegar skól- inn er búinn, en barnið verður að breyta um tungumál, þegar síðasti kennslutíminn er úti. TUNGUMÁLASTRÍÐIÐ. Sænsk yfirvöld hafa af miklu veg- lyndi reynt að hjálpa börnum inn- flytjenda, með því að veita þeim nokkra tíma sænskukennslu í viku, auk venjulegu tímanna. Þetta er oft • til mikillar hjálpar, en af ýmsum ástæðum erfitt í framkvæmd. í fyrsta lagi skilja kennararnir oft ekki finnsku, svo það veldur þeim erfiðleikum að hjálpa börnunum. í öðru lagi er það engan veginn víst, að börnin samþykki og aðlagist allri þessari sænskukennslu, sem þeim allt í einu er veitt, án þess að þau hafi beðið um hana. Alla jafna er undirstaða þess að nema erlent mál sú, að maður óski raunverulega að læra það. Það er barnalegt að ætla, að finnskir foreldrar tali sænsku við börnin sín á heimilunum. í fyrsta lagi kunna foreldrarnir næstum aldrei nógu góða sænsku til þess að geta það og í öðru lagi. er það almenn regla, að allir foreldrar tala móðurmál sitt við börnin, ef báðir foreldrar eru af sama þjóðerni. Annað mál er það, að skólinn sigr- ar stundum í þessum tungumála á- tökum milli heimilis og skóla. Þetta kemur oft fyrir þegar tvö mál líkj- ast hvort öðru eins og til dæmis danska og norska, eða norska og sænska. Sjaldnast gerist það, ef móðurmál foreldranna er mjög ólíkt máli skól- ans og mál heimilanna styrkist við daglega snertingu við fólk frá gamla föðurlandinu. Ef málið í landinu, sem flutzt var til, væri heimsmál eins og til dæmis enska, væru meiri líkur á því, að börnin lærðu það sæmilega. Meðal annars vegna hins þekkta, enska umburð- arlyndis gagnvart þeim, sem mis- þyrma enskunni látlaust. Sams kon- ar umburðarlyndi þekkist varla annars staðar, en því minni sem þjóð er, því öfgafyllri verður hún um eigið mál. Þannig er ástatt um inörg finnsk börn í Svíþjóð eða hinum Norður- löndunum, að þau læra ekki mál til fullnustu. í skólanum læra þau að lesa og skrifa sænsku, en útkom- an verður venjulega slæm, þar sem undirstaðan hefur ekki verið lögð heima. Á heimilinu læra þau að tala finnsku, en í raun og veru að- eins um vissa hluti. Af því leiðir, að börnin geta talað um sumt á sænsku, vegna sænskukennslunnar í skólanum, en um annað bara á finnsku. Mjög oft hætta þessi börn í skólanum án þess að Ijúka námi og fá þá ekki þau prófskírteini sem eru nauðsynleg til þess að komast í aðra skóla og til þess að fá vinnu, sem ekki er sú einfaldasta, lægst launaða og óþrifalegasta á vinnu- markaðinum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.