Úrval - 01.08.1971, Qupperneq 64

Úrval - 01.08.1971, Qupperneq 64
62 ÚRVAL við Inkerman, en þar var háð hin grimmilegasta orrusta í niðaþoku. Brezkur liðsforingi uppgötvaði skyndilega, að herdeild hans var í mikilli hættu, og er hann á sama augnabliki sá aðra brezka herdeild rétt hjá, hljóp hann til foringjans og sagði: „Ég bið afsökunar, en við erum komnir í dálitla klípu. Vild- uð þið ekki gjöra svo vel og koma okkur til hjálpar? Við hittumst í fyrra hjá Lady Palmerston var það ekki”? Lord Cardigan, sem annars hafði unnið sér margt til frægðar í bar- dögunum, átti vin, Hubert de Burgh að nafni. Hann hafði fengið lysti- snekkju lávarðarins lánaða og sigldi á henni til Krímsskagans. Lord Cardigan fékk leyfi til að sofa um borð og snæða þar hádegisverð á hverjum degi — ellefu kílómetra frá herdeild sinni — og er hann fór í liðskönnunarferðir fylgdi þessi vinur hans honum jafnan, klædd- ur „diplómat“-frakka í leðurskó- hlífum utan yfir lakkskóna og með silkistromphatt. Er stórskotahríðin við Sevastopol stóð sem hæst, riðu þeir Lord Cardigan og de Burgh fram til stórskotaliðsins til þess að sjá hvernig allt færi fram. Fleiri fylgdu á eftir fyrir forvitnissakir. Fyrirliði stórskotaliðsins sá ekkert athugavert við það, þótt hópur ó- kunnugra og óeinkennisklæddra manna horfðu á þarna sem skot- hríðin var geigvænlegust, — orr- ustan gat jafnvel haft úrslitaþýð- ingu í þessu stríði. f þokkabót gaf hann sér tíma til að ræða við á- horfendur og útskýra áætlanir stór- skotaliðsins. „Einmitt það“, sagði háðfuglinn Lord Cardigan. „Nú skil ég. Þetta fólk þarna niðurfrá — það eru okk- ar menn, er það ekki? Þeir skjóta á Rússana, og Rússarnir skjóta á okkur, eklíi satt? En hvers vegna rekum við Rússana þá ekki á flótta“? Fyrirliðanum varð fátt um svör við þessari einföldu spurningu. Heilmargar liðsforingj afrúr voru þarna með , eiginmönnum sínum. Stafaði það bæði af ást þeirra til manna sinna og einnig af ævin- týraþrá. Lady Errol, — sem gift var Errol lávarði, yfirmanni 60. herdeildarinnar — kom með flutn- ingaskipi ásamt manni sínum og frönsku stofustúlkunni. Er herinn gekk á land og hélt til Alma, fylgdi hún með. Hún svaf í tjaldinu hjá manni sínum, en því miður hafði aðeins tekizt að útvega eitt rúm. Mörgum árum síðar spurði eitt barnabarna hennar, hvort rúmið hefði ekki verið gott. „Það veit ég ekki, drengur minn“, sagði hún. „Hans hátign svaf í rúm- inu, og ég á grasinu. Lady Errol var mjög huguð. Eft- ir bardagann við Alma-fljótið var miklum erfiðleikum bundið að fá einhvern til þess að fara yfir til Rússanna og biðja um vopnahlé, svo að unnt væri að grafa hina föllnu — öllum fannst, að Rússunum væri ekki að treysta. Lady Errol gaf sig fram, og gekk yfir vígvöllinn með hvíta fánann, í reiðfötum með fjaðrahatt á höfði. Rússarnir höfðu vissulega ólíkt betri aðstöðu, er bardaginn við Alma hófst. Um aldaraðir hefur Alma-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.