Úrval - 01.08.1971, Síða 75

Úrval - 01.08.1971, Síða 75
HVAÐ ERU SÁLFARIR? 73 Þá kom það nokkrum sinnum fyr- ir, að þegar fólk var að hugleiða heimspekileg efni, þó einkum um eðli einstaklingsins, að sjálfsvitund- in losnaði frá líkamanum. Þegar sálfarir eiga sér stað, getur manninum fundizt hann vera í lík- ama, sem líkist mjög jarðlíkaman- um. Slík tilfelli nefnir Celia Green parasomatisk tilfelli, sem eru ólík þeim tilfellum, er hún nefnir aso- matisk. En þá finnst sálfaranum hann hafa engan likama. Hann er þá líkamslaus vitund. Þegar sálfaranum finnst hann hafa líkama, er hann fer sálförum, er nýi líkaminn stundum nákvæm- lega eins og jarðlíkaminn. Hann er oft sagður vera fullkomin eftirmynd jarðlíkamans, líkt og eineggja tví- burar. f slíkum tilfellum er sálfara- líkaminn klæddur eins og jarðlík- aminn. Stundum kom það fyrir, að vit- und sálfarans var ekki bundin sér- stöku líkamsformi, heldur annars konar formi. Eftirfarandi frásagnir skýra þetta nánar. „Eg hafði enga lögun eða form. Þó var í kringum vitund mína eins konar egglaga stjórnsvæði, sem ég virtist ráða yfir, um það bil 2% fet á breidd og eitt á dýpt.“ Annar sagði: ,,Eg steig út úr líkama mín- um, eins og hvítt ský, er hafði sömu lögun og hann, en án þyngdar." Sá þriðji sagði: ,,Mér fannst ég vera eins og galopið auga, sem var um það bil tveir og hálfur þumlungur í þvermál.“ Og fjórði maðurinn seg- ir: „Ég var ekki í öðrum líkama, heldur einhverju sem líktist frekar segul- eða rafmagnssviði." f sumum tilfellanna, þegar fólk- inu fannst það hafa nýjan líkama, skýrði það frá því, að hann hefði verið laus við allan þann krank- leika, sem jarðlíkaminn var hald- inn. Og hann þurfti ekki einu sinni að anda. Skynfæri fólks, sem voru á ein- hvern hátt veikluð í jarðlíkama þess, störfuðu eðlilega í nýja líkam- anum. Þeir sem heyrðu eða sáu illa, fengu fullkomna sjón og hey.rn, þeg- ar þeir fóru sálförum. Þótt undarlegt megi virðast eru sálfarir, þar sem fólki finnst það vera án nokkurs líkama, eins konar formlaus vitund, miklu algengari en þegar því finnst það vera í nýjum líkama. Áttatíu af hundraði allra þeirra tilfella, þar sem fólkið fór sálförum í fyrsta skipti, voru þann- ig að þeim fannst það vera líkams- laus vitund, fremur en inni í öðr- um líkama eða einhvers konar formi. En þrátt fyrir það, að fólk- inu fyndist það líkamslaust, fannst því samt tilvist sín alveg fullkom- in, við hana þurfti engu að bæta. Og einn sagði: ,,Eg minnist þess ekki að hafa verið með hendur eða fætur. Þrátt fyrir það fannst mér ástand mitt fullkomið . . .“ í fjölda tilfella, þar sem fólkið gat ekki séð, að það væri í sambandi við nokkurs konar líkamsgervi eða form, virtist það samt hafa ein- hverja vitund um form, sem eitt- hvað líktist jarðh'kamanum. Þess vegna sögðu sumir í lýsingum sín- um „Eg hafði engan líkama þótt ég bæði sæi og heyrði. Engu að síður virtist ég verða var við líkama og útlimi, þótt ég sæi þá ekki.“ Og aðr-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.