Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 114

Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 114
112 ÚRVAL halda starfsemi þeirra Franks áfram. Fjölskylduráðið greiddi atkvæði með því, að hún færi. „Ég sigli á morgun til þess að gera það sem ég get.“ Þannig hljóð- aði hluti af skeyti Lillie til Félags iðnverkfræðinga. „Það er minn mesti styrkur, að ykkur þótti öllum s.vo vænt um Frank.“ Ræðu Lillie í Prag var mjög lof- samlega getið og allt gekk vel. En hún varð mjög vonsvikin og í raun- inni óttaslegin, þegar hún kom aft- ur til Bandaríkjanna og komst að því, að langflestir viðskiptavinir Gil- breths hf., ráðgjafarfyrirtækis þeirra Franks, höfðu þegar til- kynnt, að þeir mundu ekki endur- nýja samninga sína við fyrirtækið. Skýringarnar voru kurteislegar og oft þrungnar samúð. En skýringin á þessari almennu afstöðu var ein- faldlega sú, að vélfræði- og verk- fræðistörf tilheyrðu enn eingöngu veröld karlmannanna og að við- skiptavinirnir vildu ekki eiga það á hættu að láta konu koma öllu í ólag í verksmiðjunum sínum, hversu hæf sem hún væri. Wallace Clark, sem var náinn vin- ur hennar, ráðlagði henni, að henn- ar fyrsta takmark skyldi vera að verða meðlimur í öllum þeim meiri háttar verkfræði- og stjórnunarsam- tökum, sem Frank hafði verið með- limur í. Hann bætti því við, að ann- ars væri lítil von til þess, að hún yrði viðurkennd á starfssviði, sem karlmenn hefðu algera einokun á. Enn gátu konur auðvitað ekki orð- ið meðlimir í félögum þessum, en afstaða félagsmanna gagnvart Lillie kynni að verða önnur, vegna þess að hún var ekkja. Lillie geðjaðist ekki að þessari hugmynd. Hún trúði skilyrðislaust á réttmæti kvenrétt- inda, og hún ætlaði sér ekki að oln- boga sig áfram með hjálp „samúð- arinnar“. Kostnaðurinn af háskólanámi barnanna var mikill og einnig af aðstöðu þeirri, sem þau Frank höfðu haft til sjálfstæðra rannsókna. Á umliðnum árum höfðu þau Frank og Lillie eytt þúsundum dollara í að gera tilraunir með og endurbæta ýmsar endurhæfingar- og þjálfun- araðferðir til hjálpar fötluðu fólki. Lillie varð að hætta við þær starfs- áætlanir, er líftryggingarféð tók drjúgum að eyðast. Hún sagði ritur- unum upp og lokaði kvikmynda- rannsóknarstofunni. Þegar elda- buskan, hún Annie Cunningham, varð veik og fór aftur til Provi- dence, réð hún ekki neina í henn- ar stað. Tom Grives tók þá líka við eldamennskunni. Lillie seldi líka alla skartgripi sína nema giftingar- og trúlofunarhringana, þótt við fréttum það ekki fyrr en mörgum árum síðar. Og þrátt fyrir allar þessar sparnaðar- og fjáröflunarráð- stafanir varð hún samt nokkrum sinnum að fá peninga lánaða hjá móður sinni. Hún tók við fyrirlestrastarfi Franks til þess að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni. Hún flæktist fram og aftur um gervallt landið í efri svefn- kojum í svefnvögnum járnbrautar- lestanna og í langferðabílum og gisti hjá kunningjum og vinum, hvenær sem tækifæri gafst til þess að spara peninga. I fyrstu var hún raunveru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.