Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 127

Úrval - 01.08.1971, Blaðsíða 127
FERÐALANGURINN, SEM ENGINN . . . 125 uðust faðir hans og föðurbróðir drjúgum á verzlun og viðskiptum. En nú var hinn keisaralegi hús- bóndi þeirra kominn á áttræðisald- ur, og því fannst þeim nú vitur- legra að fara að hugsa til heimferð- ar. Þeir voru hræddir um, að af- brýðisamir keppinautar þeirra við hirðina mundu gera þessum þrem erlendu uppáhöldum keisarans lífið leitt, ef keisarinn dæi. Þeir voru líka haldnir heimþrá til Feneyja. Keisarinn neitaði þeim í fyrstu um brottfararleyfi, þegar þeir báðu hann leyfis um að mega halda heimleiðis. En síðar lét hann samt undan, þótt tregur væri, og jós þá yfir þá geysi- legum auðæfum gulls og gimsteina. Hin erfiða og hættulega heimferð tók þrjú ár. Nú væri hægt að kom- ast sömu leið á nokkrum klukku- stundum. Þegar skip þeirra náði loks til hafnar í Feneyjum árið 1295, höfðu þeir verið að heiman í 24 ár. Enginn þekkti þá aftur. Jafnvel þjónarnir neituðu þeim um aðgang að húsi fjölskyldunnar. Allir voru fyrir löngu komnir á þá skoðun, að þeir væru dánir. Þeir héldu geysimikla veizlu til þess að sannfæra gamla vini og ætt- ingja um, að þeir væru ekki svikar- ar. Fyrst veittu þeir gestum sínum gnægð matar og víns og klæddust síðan hinum slitnu Tartaraklæðum og ristu síðan á sauma þeirra með leikrænum tilburðum, svo að gim- steinarnir sáldruðust um gólfið. Þegar hinir efagjörnu sáu þessar hnefafyllir af demöntum, rúbínum og perlum, sannfærðust þeir loks um, að komumenn væru þeir, sem þeir sögðust vera, því að hver hefði getað veitt þeim slík auðæfi nema sjálfur Kublai Khan? Marco Polo hafði verið óreyndur stráklingur, þegar hann hélt að heiman 17 ára að aldri. En nú var hann orðinn 41 árs, þroskaður og veraldarvanur maður, sem bjó yfir slíkri þekkingu á þjóðum og lönd- um, að enginn hafði átt slíka fyrr en hann. En þrátt fyrir hinar lif- andi og ýtarlegu lýsingar hans á ferðum sínum, var langt frá því, að menn trúðu honum. Hann varð sannarlega ekki neinn spámaður í heimalandi sínu, hvorki meðan hann lifði né í langan tíma eftir dauða sinn. Þrem árum eftir heimkomu Mar- cos Polos brauzt út styrjöld milli borgríkjanna Feneyja og Genúa, en þau höfðu lengi verið skæðir keppi- nautar í verzlun, viðskiptum og sigl- ingum. Marco gerðist „skipstjóri" á galeiðu í styrjöld þessari. Hann og skip hans voru tekin til fanga. Og var honum þá varpað 1 fangelsi í Genúa. Hann notaði tímann vel í fangelsinu. Hann lét senda sér hin- ar snjáðu minnisbækur sínar og las samfanga sínum fyrir ferðaminning- ar sínar. Aldir áttu eftir að líða, áður en fræðimenn og landkönnuðir, er héldu síðar í fótspor Marcos Polos til Austurlanda, lýstu yfir því, að frásagnir hans væru furðulega ná- kvæmar og réttar. Bókin „Ferðir Marcos Polos“ var nú þýdd á tungu- mál allra menningarlanda, og varð hún ómetanleg uppspretta fróðleiks fyrir landkönnuði og landfræðinga, sagnfræðinga og kortagerðarmenn og uppspretta unaðar fyrir alla þá,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.