Úrval - 01.01.1974, Page 8

Úrval - 01.01.1974, Page 8
6 URVAL óætt eða ekki. Ef fuglunum verð- ur ekki meint af því, ætti okkur að vera óhætt líka!“ Kvikasilfur hefur þann eiginleika að verka ekki undir eins á líkam- ann, heldur situr það kyrrt vikum og jafnvel mánuðum saman, unz nægilegt hefur safnazt saman til að valda alvarlegum truflunum á líkamsstarfseminni. En þegar eitr- unin tekur að segja til sín, er al- gengt að hún herji á heilann, og þar með allt taugakerfið. Og eftir því sem fleiri hlutar heilans sýkj- ast, kemur það fram á jafnvægís- skyni, tilfinningu, sjón og heyrn. Þannig gekk það líka til með hænsnin, sem húsmóðirin hafði fóðrað á mengaða korninu. Eftir viku sýndust þau jafnheilbrigð og áður . . . „Hveitið hlýtur að vera fyrir- tak!“ sagði Hamzieh sigri hrósandi og tók að sigta hveitið. Að kvöldi þessa sama dags neytti allt heimilisfólkið nýbakaðs brauðs, með bleikum lit. Issa sagði hinn ánægðasti við konu sína: „Hamzi- eh, ég hef aldrei látið eins gott brauð inn fyrir mínar varir. Við skulum ekki vera feimin við að gæða okkur á því.“ - 0—0 í næsta mánuði luku fjölskyld- urnar þrjár við einn 50-kílóa hveitisekk. En eftir þann tíma tóku tveir synir Hamzieh að finna til flökurleika, þeir Umran, tíu ára, og Shemran, átta ára. Flökurleik- inn jókst, og í tvo daga þjáðust þeir af slæmum uppköstum. Og það sem verra var: Hvorugur snáð- anna gat gengið nema nokkur skref án þess að detta. Stafaði þetta af eituráhrifum á taugakerfið. Næst gerðist það, að Zian, níu ára gamall bróðir hinna tveggja, varð blindur, og Kabil, fjögurra ára, datt niður meðvitundarlaus með krampadrætti um líkamann. Þá gerðist það, að Hamzieh, hús- móðirin, féll fram fyrir sig, — ör- end. f fimm daga var svo komið með heimilisfólkið á bænum, alls þrjá- tíu manns, að þeir sem höfðu eigi látið lífið, voru of sjúkir til að geta leitað hjálpar til næstu manna- bústaðar, sem var mílufjórðung í burtu. Enginn óviðkomandi vissi neitt, fyrr en nágranni einn fór þarna framhjá. Degi síðar kom læknir, og þeir 24 af heimilisfólkinu, sem enn voru á lífi en meðvitundarlausir, voru fluttir til Sha'ab-sjúkrahússins í Baghdad. Nú var kominn miður janúar 1972, og sjúkrahús þetta var, eins og önnur slík í Baghdad, yfirfullt af eitrunarsjúku bændafólki. Fyrir tveim vikum hafði yfirvöldunum borizt vitneskja um, að hörmungar væru yfirvofandi í landinu. En nú var svo komið, að sjúkrahúsin í öllum fjórtán héruðum landsins tóku daglega á móti hundruð nýj- um tilfellum af kvikasilfurseitrun. Skelfd ríkisstjórnin rauk upp til handa og fóta og skipaði öllum bændum að skila öllu korni aftur til vöruhúsanna og forðast að neyta þess eða gefa það skepnum. Dauða-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.