Úrval - 01.01.1974, Page 15
13
Viltu auka orðaforða þinn?
1. að kófa: að rigna, að hvessa, að fjúka (um snjó), að slóra, að þukla,
2. úður (úðrun): ákafi, ólund, hugarfar, smágert regn, það að úða,
mótmæli, aftast í munnholi.
3. klýfir: öxi, viðarbútur, fleinn, einstigi, kloflangur maður, byrðar,
sem hestur ber, segl.
4. þófinn: erfiður viðureignar, þæfður, torskilinn, flókinn, samanskropp-
inn, stærilátur, mótþróafullur.
5. að ýlgra: að verma, að velgja, að gerast ókyrr (um sjó), að ýlfra,
að grafa í (um sár), að gera of mikið úr, að hræða.
6. klúra: klámsaga, grófgerð kona, orðljót kona, löm, hurðarloka, skrá.
7. það er ekki úalegt: það er ekki efnilegt, það er ekki amalegt, það er
ekki öruggt, það er ekki útilokað, það er ekki líklegt, það er ekki
ólíklegt, það er ekki svipað.
8. karp: hálfbráðinn snjór, dugnaður, garg, kreist, prútt, þref.
9. þófti: flóki, sá, sem er á sömu þóftu, ullarvöndull, hnakkdýna, jafn-
ingi, gangþófi, hroki.
10. ýgur:" ótti, naut, úlfur, grimmdarsvipur, tröllskessa, hugur, ófreskja.
11. kola: ílát, dökkgrá kind, gráskjöldótt kýr, gömul gerð af vegglampa,
grá meri, fisktegund, skordýr.
12. slympinn: fátækur, sleipur, undirförull, lasinn, slappur, heppinn,
13. að verða áróðra um e-ð: að verða sammála um e-ð, að verða ósam-
mála um e-ð, að eiga í vandræðum með e-ð, að komast á snoðir um
e-ð, að gefast upp við e-ð, að standa jafnfætis e-m í e-u.
14. snoðræna: uppstytting, lítill grasvöxtur, snöggt hár, geðillska, með-
vitundarleysi, öngvit, pati.
15. að gera e-u á fæturna: að hleypa lífi í e-ð, að hafa grun um e-ð, að
treysta e-u, að ljúga e-u, að bæta við e-ð, að reyna að koma í veg
fyrir e-ð, að koma e-u á laggirnar.
16. kofóttur: (um skepnur) með hvítar síður, (um skepnur) með dökkar
síður, (um skepnur) með hvítan kvið, (um skepnur) með dökkan
kvið, fátæklegur, tötralegur, ójafn.
17. slyppa: fata, kelda, heppni, undankoma, yfirhöfn, flótti, undanbrögð.
18. að leita lastmæla á: að verja e-n, sem illa er talað um, að hnýsast,
að hrósa, að mæla huggunarorð, að hvetja, að letja, að tala illa um.
19. að gjalda afhroð: að græða, að borga skuld, að hefna sín, að verða
fyrir tjóni, að vera skuldseigur, að gefa ölmusu, að biðjast beininga.
20. seymi: dræmt tal, gull, auðæfi, vaxkaka með hunangi, saumþráður,
það að teygja úr niðurlagsatkvæðum hverrar setningar, soð.