Úrval - 01.01.1974, Page 19

Úrval - 01.01.1974, Page 19
17 DÝRÐLEG, HRÍFANDI OG . . . siglað og um hana vörður. Nú, síð- an 1955, er hún opin almenningi. Engir stjórnendur, sem hér hafa gengið um garða, hafa látið eftir sig fleiri sögulega fjársjóði en rúss- nesku keisararnir, og eru sum þeirra til sýnis í konunglega her- gagnasafni Kreml. Svo yfirhlaðin af dýrmætum steinum eru djásn eins og kórón- ur, helgimyndir, krossar, vopn og skartklæði, að ógleymdum borð- búnaði, að undur mega teljast, hvernig þeim var lyft, hvað þá heldur hvernig fólk gat notað þetta og borið. Eitt guðspjallanna er til dæmis þakið umbúðum, sem nema 57 pundum gulls, og handfylli af em- eröldum, sem líkjast eiga tárum. Gullið hásæti Boris Godunovs er alsett 2000 eðalsteinum. ,,Ef ég ætti að verðleggja þessa dýrgripi,“ sagði franskur gimsteinasali, „mundi ég stinga upp á milljarði dollara (um 85 milljarðar króna) til að byrja með. Ég hef aldrei séð neitt þessu Iíkt.“ Við hlið Vopnasafnsins standa fjórar kirkjur — Postulakirkjurnar. Boðunarkirkjan, þar sem keisar- arnir voru skírðir og brúðkaup þeirra gerð, er þarna. Einnig kirkja erkiengilsins Mikjáls, þar sem flestir keisararnir voru greftraðir, byggð um það leyti, sem Kolum- bus kom til Ameríku, af ítölskum og rússneskum arkitektum. Þessar kirkjur eru stórkostlegt sambland og samræming á endurreisnarstíl og rússneskum grísk-ortodox kirkju stíl. Þær urðu fyrir ægilegum skaða í frönsku innrásinni 1812, sérstak- lega Boðunarkirkjan, þar sem Na- póleon hýsti hross sín, meðan hann beið uppgjafar Rússa, sem aldrei varð. Allt frá þeirri stundu hafa þess- ir helgidómar verið varðveittir hið bezta. Hver ferþumlungur veggjanna er skreyttur myndasamfellum, múr- brúnir og helgimyndir skreyttar gulli og rúbínum og innviðir litum prýddir. En bænir og söngvar prest- anna eru hljóðnaðar í hvelfingun- um . Alls staðar á Kremlsvæðinu má líta slíkar gersemar byggingarlist- arinnar, þótt ekki liggi þær allar jafnauðveldlega við augum almenn- ings. Þar má nefna sem dæmi hina dýrðlegu Terem höll. Á miðöldum komu þar saman hinar tignustu og fegurstu meyjar, sem söfnuðust á svonefndan „brúðarmarkað". Þangað fóru keisararnir í konu- leit. Veggir hallarinnar voru byggðir með alls konar leynigöngum og ósýnilegum gægjugötum, þar sem ástfangnir prinsar gátu virt hinar útvöldu fyrir sér, án þess að þær sæju, meðan þær voru í baði eða lágu í rekkju. En allt slíkt átti að gera þessum konungbornu auðveld- ara um vik við val hinnar réttu. En langsamlega merkast allra þessara stórhýsa og skrauthalla þykir samt hin óviðjafnanlega gula þinghúsbygging, sem Katrín mikla lét reisa á 18. öld. Þar er miðstöð Sovétstjórnarinn- ar, á þriðju hæð í þessari höll, þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.