Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 28

Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 28
26 ÚRVAL ekki, aS það segi lögreglunni í fáti eða fljótræði eitthvað, sem skaðað gæti málstað þess. Sum ungmenni geta verið svo óttaslegin undir þannig kringumstæðum, að þau játi á sig afbrot, sem þau hafa aldrei framið. Þegar til lögreglustöðvarinnar kemur, skaltu fylgja þessu sama ráði fyrir sjálfan þig. Þar til lög- maður þinn kemur, skaltu bíða með að gefa nokkrar upplýsingar um barn þitt. Og umfram allt skaltu forðast að blanda þér í yfirheyrsl- ur lögreglunnar. Það getur gert illt verra. Ég man eftir tilfelli, þar sem ung stúlka var tekin fyrir þjófnað. Skelfdir foreldrarnir voru með lög- reglunni í að yfirheyra hana, og stúlkan glopraði út úr sér, að hún hefði stolið áður. Og þar með var hún skyndilega bendluð við tvö af- brot í stað eins áður. Spurning: Eftir að tilkynnt hef- ur verið um handtöku unglings, hvort á þá að fara til lögreglustöðv- arinnar, faðirinn eða móðirin elleg- ar þau bæði? Svar: Bæði, ef mögulegt er. Ungl- ingurinn kemur til roeð að spjara sig betur, ef hann veit, að báðir for- eldrarnir standa með honum. Spurning: Hvernig ganga hlutirn- ir fyrir sig eftir að unglingur hefur verið handtekinn? Svar: Venjulega lætur lögreglan unglinginn lausan á ábyrgð for- eldranna, þar til yfirheyrslur fara fram morguninn eftir. En sé um al- varlegt brot að ræða ellegar for- eldrunum sé ekki treystandi, þá er hætt við að fangaklefi sé lausnin. Spurning: Hver er bezta lausnin til að fá ungling látinn lausan á ábyrgð aðstandenda, þar til málið verður tekið fyrir? Svar: Flestir lögreglumenn hafa samúð með yngstu afbrotamönnun- um og vilja ekki kyrrsetja þá, nema um sé að ræða alvarlegt tilvik. Sýndu áhuga á velferð barnsins þíns og lofaðu að sleppa ekki af því hendinni, fyrr en það kemur fyrir rétt. Forðastu að hafa í frammi ásakanir gegn lögreglunni ellegar hóta barninu að taka í lurginn á því, þegar heim verður komið. Því- líkt er einungis til að ýta undir þá hugmynd, að sá seki sé bezt kom- inn undir lás og slá. Spurning: Hefur ungmenni að einhverju leyti gott af því að dúsa í steininum eina eða fleiri nætur? Svar: Ekkert barn þarfnast slíkr- ar tyftunar. Það er átakanleg reynsla fyrir ungling að lenda bak við lás og slá. Sumir verða óðir, og jafnvel skaða sjálfan sig. Og undir öllum kringumstæðum fjarlægjast þeir foreldra sína. Nýlega fékkst ég við mál, þar sem seytján ára gamall námsmaður var handtekinn vegna þess, að eiturefn- ið marijuana fannst í heimavistar- herbergi hans. Faðir piltsins lét lög- regluna halda honum í fangelsi næt- urlangt. Þegar hann kom þangað um morguninn, var sonurinn nef- brotinn og með glóðarauga, afleið- ing af slagsmálum við eldri og harðskeyttari fanga. Spurning: Hvaða afstöðu eiga foreldrar að taka til ungmennis, sem lögreglan sleppir heim áður en yfirheyrslur fara fram?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.