Úrval - 01.01.1974, Page 29

Úrval - 01.01.1974, Page 29
EF BARNIÐ ÞITT YRÐI HANDTEKIÐ . . . 27 Svar: Foreldri hefur fulla ástæðu til óánægju og jafnvel reiði. En tíminn til að láta bað í ljós er ekki rétt valinn meðan sá seki er hald- inn hvað mestri örvinglan. Einmitt þá þarf unglingurinn að finna sem mestan skilning og hlýhug. Þess vegna skaltu fá þér sæti og tala í rósemd við hið brotlega barn. Og þú skalt raunar ekki telja það brot- legt, fyrr en sökin hefur verið á það sönnuð. En ef barnið viður- kennir sekt sína, skaltu reyna að komast að, hver var orsökin fyrir afbrotinu. Ekki ásaka unglinginn, heldur láta hann finna, að hann hafi drýgt misgerð, Mundu, að sá sem ungur er, á í flestum tilfellum langt líf fyrir höndum. Og margt á eftir að koma fyrir á langri leið. Spurning: Er skynsamlegt fyrir foreldra að bjóðast til að greiða fé- bætur fyrir skaða, sem bam er ásakað fyrir að hafa valdið, eða gæti slíkt bcð skoðast sem tilraun til að kaupa sig undan dómi? Svar: Það getur verið góð hug- mynd að bjóða bætur, svo fremi það sé barnið sjálft, sem bæti fyrir skaðann en ekki aðstandendur þess, enda er oft unnt að bæta fvrir tjón með öðru en beinhörðum pening- um, eins og til dæmis viðgerð á því, sem skemmt hefur verið. Lög- reglan lítur yfirleitt mildum aug- um á þá afgreiðslu mála. Spurning: Ef unglingur er sekur um aíbrot, sem hann er ákærður fyrir, ætti þá lögmaður hans að ráðleggja honum að viðurkenna sök sína? Svar: Ég vil segja hreinskilnis- lega, að ég er ekki sammála venju- legum unglingadómstóls-lögmanni í þessu tilliti. Flestir ráðleggja þeir sínum ungu skjólstæðingum að með- ganga ekki nema málið sýnist ger- samlega vonlaust. Og jafnvel þá eiga þeir til að ráðleggja að reyna að játa minna en efni standa til í von um að fá léttari dóm. Til að mynda veit ég um fimmtán ára pilt, sem var kærður fyrir að miða byssu á lögregluþjón. Lög- maðurinn gat komið því svo fyrir, að pilturinn var einungis kærður fyrir að bera hættulegt vopn, og þar með slapp hann með skilorðs- bundinn dóm. En ég er ekki viss um, að þetta hafi verið heppilegt fyrir piltinn. Mér sýnist, að unglingur, sem gerzt hefur brotlegur við lögin, eigi að viðurkenna sannleikann fyrir rétti og bjóðast til að taka afleiðingun- um. Skilningsgóður dómari og for- eldrar geta síðan reynt að bera byrðina með þeim seka og séð um, að fleiri afbrot fylgi ekki í kjöl- farið. Það er mikilsvert að dómari viti, að heimili afbrotaunglings sé gott og foreldrarnir allir af viija gerðir til að rétta barni sínu hjálp- arhönd. Skíðamaður lét prenta eftirfarandi neðan á skíðin sín: ,,Ef þú getur lesið þetta, þá skaltu sækja hjálp.“ Catholic Digest.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.