Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
Krufningin bjargar
mannslífum
Eftir NORMAN M. LOBSENZ
vjí egar konan mín dó úr
^ blóðkrabba, fyrir átta
árum, bað læknirinn
$}? minn mig um leyfi til
||jþess að kryfja líkið. Ég
,/,x samþykkti það alveg
hiklaust.
Ég vissi, að vísindamenn, sem
vinna að krabbameinsrannsóknum,
voru komnir langt áleiðis við að
finna og skilgreina orsök sjúkdóms
þessa og finna jafnframt áhrifameiri
varnarráðstafanir og meðhöndlun.
Og hver sá snefill af læknisfræði-
legum upplýsingum, sem likami
konu minnar kynni að geta veitt,
kynn jafnframt að geta hjálpað til
þess, að unnt yrði að sigrast á blóð-
*
*
*
*
krabbanum. Þar að auki áleit ég,
að konan mín hefði viljað gefa
þessa hinztu gjöf, hefði hún verið
fær um það.
Mér brá því illilega, þegar vinir
mínir spurðu mig síðar: „Hvernig
gaztu gert henni þetta?“
Síðan hef ég komizt að því, að
syrgjandi ættingjar, lamaðir af ætt-
ingjamissinum og mjög fáfróðir um
tilgang líkkrufningar og aðferðir
þær, sem beitt er við slíkt, vísa oft
slíkri hugmynd eða beiðni sjálf-
krafa á bug eða sýna henni and-
stöðu. í Bandaríkjunum er aðeins
fimmta hvert lík krufið.
En samt er það kaldhæðnisleg
staðreynd, að líkkrufning er ein af