Úrval - 01.01.1974, Síða 38
36
ÚRVAL
manna gagnvart líkkrufningu. Sum
ir syrgjendur, sem eru oft lamaðir
eða örvita af sorg, skilja ekki, hvers
vegna læknirinn nefnir jafnvel
slíkt á nafn við þá. Stundum má
rekja þessa andstöðu til þess mis-
skilnings, að líkkrufning sé í raun-
inni eins konar helgispjöll. En eng-
in meiriháttar trúarbrögð banna
líkkrufningu. Það er aðeins lítið
brot innan rétttrúnaðarsafnaða
gyðingdómsins, sem bannar slíkt.
Stundum grundvallast andstaðan á
þeim misskilningi, að líkkrufnin'!
valdi sköddun á líkinu. í rauninni
er aðgerð þessi framkvæmd á þann
hátt, að fullt tillit er tekið til lík-
ama hins látna og mikilli leikni er
beitt, til þess að sem minnst sjáist
á líkinu. Engin ytri merki eru skil-
in eftir, sem áhrif geta haft á hefð-
bundna jarðarfararsiði.
Dr. Lall G. Montgomery, fyrr-
verandi forstöðumaður Bandaríska
meinafræðingafélagsins, komst svo
að orði í þessu efni: „Þegar fó'ki
batnar ekki, verðum við að leha
orsaka þess. Það er helzti kjarni
læknavísindanna.“ Og árangursrík-
asta aðferðin við að leita hinna
réttu svara er einmitt fólgin í lík-
krufningu.
Sumar kvenfrelsiskonur vilja, að húsmæður fái greitt fyrir
heimilisstörfin. Maður einn í Fíladelfíu féllst á að greiða konu
sinni fyrir heimilisstörf, ef hún kæmi aðeins á fimmtudögum.
David Frost.
Þegar Julian V. Bromley, forstjóri þjóðernis- og mannfræði-
stofnunar í Sovétríkjunum, var fulltrúi á alþjóðlegri ráðstefnu í
Chicago, skýrði hann frá því, hvers vegna hann hefði þetta órúss-
neska nafn, Bromley.
„Þetta sýnir vandamál okkar fræðigreinar í hnotskurn,“ sagði
hann. „Á 18. öld kvæntist Englendingur franskri konu, og þau
áttu son. Sonurinn, forfaðir minn, var í liði Napóleons, þegar
hann tók Moskvu. í Moskvu var þessi forfaðir minn nærri dauður
úr frostkulda. En í Rússlandi er fólk hjartahlýtt, og langa-langa-
langa amma mín fann hann, fór með hann heim og hitaði honum.
Af þeim hita spruttu fimm synir, og síðan hafa verið Bromleyar
í Moskvu.“
New York Times.