Úrval - 01.01.1974, Page 39
37
Eldflaug send
í jörð niður
Eítir YURI JAFAROV
arðvegskögglar þeyttust
* *
T *
& J *
*
hafði setzt, hljóp ég
ásamt fleirum að mið-
' depli þessara átaka, en
þar blasti við hola, sem var einn
metri í þvermál. Gígurinn, sem
myndazt hafði við sprengingu, virt-
ist ekki vera neitt mikilfenglegur.
Hann líktist einna helzt borholu.
Hann hafði líka verið grafinn af
furðulegri vél, sem greina mátti
neðst í honum.
Þessi tilraun var gerð árið 1969,
en þá var einmitt verið að gera
tilraun til þess að skjóta þrem
Soyuzgeimskipum á loft í Baikon-
ur. Tilraunastaðurinn var í stóru
rjóðri í skógi einum nálægt Mosk-
vu. En þarna var samt um eldflaug
að ræða, sams konar eðlis og flaug-
ar þær, sem skotið er út í geim-
inn. Að vísu var hún lítil. Þegar
talningin nálgaðist núll, þeyttist
loft út úr útblástursopunum með
ærandi hávaða. En í stað þess að
þjóta upp í loftið, boraði eldflaug-
in sig niður í jörðina, inn í ,,and-
geiminn“.
Þessi tilraun veitti sovézka verk-
fræðingnum Mikhail Tsifero lang-
þráða staðfestingu á því, að sú
hugmynd, sem hann hafði alið með
sér áratugum saman, ætti fyililega
rétt á sér.
Þegar Tsiferov gegndi herþjón-
ustu á norðurvígstöðvunum í síð-
ari heimsstyrjöldinni, datt honum
í hug, að vert væri að gera tilraun