Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 57
HÚN TENGIR EVRÓPU OG ASÍU
55
Hálfri þriðju öld síðar tók Tyrkja
soldán Istanbul, sem þá varð nefnd
Konstantínópel og hún varð höfuð-
borg þessa víðlenda ríkis, allt til
þess, að tyrkneska lýðveldið var
stofnað fyrir nákvæmlega hálfri
öld.
Af öllum keisurum, soldánum og
hershöfðingjum, sem sagan geymir
minningar um og nöfn á, öldum
saman, gnæfir þó einn yfir að
frægð og virðingu. Það er Moham-
et II. sigurvegari, sem stjórnaði
hersveitum þeim, sem stormuðu
yfir borgarmúrana eftir nær átta
vikna umsátur og tóku borgina í
nafni Tyrkjasoldáns og Múhameðs-
trúar.
Það er ekki Justianus keisari,
sem varði 320 þúsund pundum af
gulli og erfiði 10 þúsund manns til
að byggja Hegia Sofia eða Sofíu-
kirkjuna, og varð svo ofsaglaður
að loknu því afreki, að hann æpti:
,,Sjá, ég hef sigrað þig, Salomon".
Constantinus keisari fimmti?
Nei, vissuiega var það ekki hann,
þessi blóðþyrsti grimmdarseggur,
sem naut þess að sjá nefjum af
fórnardýrum valds síns staflað upp
á fati. Það er sá maður og foringi,
sem geymist í minningum Istan-
bulbúa og allra Tyrkjalanda und-
ir nafninu MUSTAFA KEMAL,
bláeygi herforinginn, sem að lok-
um hlaut nafnið Atatúrk, sem þýð-
ir faðir Tyrkja. Það eru fáar bygg-
ingar í borginni án myndar af hon-
um.
Að tilhlutan bandamanna í
fyrstu heimsstyrjöld átti að hrista
upp í leifum tyrkneska keisara-
dæmisins og sjálfstæðisbaráttan
hófst á árunum 1919—1922.
Atatúrk og fylgismenn hans ger-
sigruðu innrás grískra hersveita og
gerðu samning við bandamenn um
samstöðu. Atatúrk var þá valinn
fyrsti forseti tyrkneska lýðveldis-
ins.
Sumir þeirra, sem börðust í her-
sveitum hans, safnast enn saman,
klæddir fornum einkennisbúning-
um sínum og bera þá heiðursmerki
sín með miklu stolti. Oft eru þeir
líka vopnaðir gömlum vopnum. Við
og við sjást slíkar ,,hergöngur“
haltra um stræti og torg, en sviði
í gömlum sárum og giktarþrautir
fjarlægjast í sólskini gamallar sig-
ursælu. Einn þessara gömlu her-
manna, Feyyaz Polat að nafni, lok-
aði á eftir sér og gerði eins og
margir eldri menn gera, þegar þeir
koma inn á kaffihús í Istanbul:
Hann gekk hnakkakerrtur að arn-
inum til að ganga úr skugga um,
að eldsneytið entist til loga, meðan
hann trónaði í sínu sæti við uppá-
haldsborðið sitt. Hann fór hátíð-
lega úr herforingjafrakkanum sín-
um, þykkum og snjáðum, lagaði
orðurnar á jakkaboðungnum á ein-
kennisbúningnum sínum og tók sér
virðulega sæti. „Ég barðist með
Atatúrk í Litlu-Asíu,“ sagði hann,
og yppti við uppsnúnum oddunum
á yfirskegginu. „Ég þjónaði þriú
ár í riddaraliðinu. Ég þekkti ekki
Atatúrk persónulega. En við börð-
umst saman.“
NÝTT STJÓRNARAÐSETUR
Þegar Feyyaz Polat var 73 ára
gamall fékk hann eftirlaun hjá