Úrval - 01.01.1974, Side 66
64
ÚR.VAL
„EKKI SKAL DÆMA HUNDINN
EFTIR HÁRUNUM“
Þótt hundruð tyrkneskra bað-
staða séu í Istanbul, þá valdi ég
þetta og sæki einungis þangað
vegna aldurs þess og sögu. Það tók
mig reyndar hálfan dag að leita
það uppi.
Að utan leit það út eins og sóða-
legur hjallur, allslaus og yfirgef-
inn í ryki og rusli.
En þegar inn kom tóku við kostu-
leg húsakynni sópuð og prýdd á
hinn fegursta hátt. Slíkt hefði þó
enginn átt að undrast. Dýrð Istan-
bul er sú mest, að borgin á ótal
dyr, sem sýnast vera að utan dyr
að kolabyngjum, en eru dyr að
köstulum, þegar inn er komið.
Cinili Hamam (Tígulsteinabaðið)
var byggt á 16. öld fyrir Barbar-
ossa, yfirhershöfðingja Sulimans
mikla. Hann er talinn hafa ger-
sigrað Andrea Doria í sjóorrustu.
Baðið var lítt eða ekki notað og
nær því í rústum árum saman,
þangað til núverandi eigandi gerði
það upp og opnaði síðan til afnota.
Viðgerðin fór samt fram undir
opinberu eftirliti tyrknesku stjórn-
arinnar, því að baðið var teiknað
af Sinan, frægasta arkitekt Tyrkja.
Fyrst var þessi Sinan þræll en
þar næst hermaður, en svo út-
nefndur konunglegur arkitekt Suli-
mans mikla. Hann teiknaði hundr-
uð bygginga, og margar þeirra, þar
á meðal Cinili Hamam standa sem
minnismerki um hinn mikla snill-
ing.
Karatún sagði mér, að einu sinni
hefði verið 350 böð í borginni. „Nú
eru eitthvað nálægt 80 af þessum
gömlu í notkun en um 20 ný. Að-
sókn er mikil. Við höfum frá 150
—200 viðskiptavini yfir daginn.
HVERS VEGNA ÞOLA MENN
„KVIÐSTEINA“
Cinili Hamam er eins og öllum
hefðbundnum tyrkneskum böðum
skipt í þrennt. Móttökusal — bið-
sal til að venjast hitanum — og
svo hinn eiginlega baðsal: gufubað.
í þessum síðastnefnda er marm-
arapallur, sem nefnist göbek tasi
— „kviðsteinn", þar sem herrarn-
ir sitja í makindum og svitna í
angist um leið og þeir losna við
alla djöfla síðustu nætur.
„Raunverulega er bezt að vera
ekki að slæpast í tyrknesku baði,“
sagði Karatún. „Kostir þess eru þeir
helztir, að það léttir áhyggjum og
veitir værð og ljúfan svefn á eft-
ir.“ Ljósskíma kemur inn um ljóra
á þakinu. Marmarasúlurnar svitna
höfgum dropum, sem glitra eins og
dropasteinsdrönglar, þegar hitinn
nálgast 100 stig á Farenheit. (Tæp
40 stig á C.).
Þegar ég kvaddi, fékk Karatún
mér nafnspjaldið sitt og þá fyrst
komst ég að því, að hann var for-
maður Baðhúseigendafélagssam-
bands Tyrkja.
Ég velti því fyrir mér, hve dá-
samlegt væri að hafa svo dular-
fullan titil, sem önnuðust þrif og
þægindi öldunga, þótt þeir væru
nokkuð margir. „Óskandi að kvið-
steinninn kólni aldrei," sagði ég.
Hann þakkaði mér hátíðlega í
nafni samtaka sinna.
Vegna óteljandi spæjarasagna og
reyfara hafði ég lengi haft þá hug-