Úrval - 01.01.1974, Side 76
74
URVAL
SKELFILEGT BUSL
í KVENNABÚRINU
Nú hafa sérfræðingar alla leið
síðan 1920 reynt að endurbæta
keisaralega kvennabúrið í Topkapi
höllinni. Og árið 1971 var einn af
sölum kvennabúrsins opnaður al-
menningi til sýnis.
Topkapi er glæsilegt minjasafn
um dýrð Tyrkjasoldáns. Það er ein-
mitt þar, sem gimsteinasafn soldán-
anna er varðveitt, þar á meðal 86
karata demant.
Sýningarborð eftir sýningarborð
þakin dýrmætu kínversku postu-
líni fylla einn salinn í þessari hall-
arbyggingu.
Gangar og salir glampa af hvít-
um, bláum og rauðum tígulsteinum
frá Anatolíu.
I kvennabúrinu birtast vofur
minninganna í myndsjá augans, þar
sem hundruð kvenna eyða ævinni
við að bíða eftir hver muni næst
verða valin til að njóta náðarinnar
í návist soldánsins, bókstaflega hver
muni „finna náð fyrir augum hans“.
Þetta gekk ekki alltaf árekstra-
laust. Sagan segir, að 17. aldar sol-
dán Ibraham „the Mad“, brjálaði
hafi einu sinni fyrirskipað að 1001
af konum kvennabúrsins skyldu
bundnar saman, sett við þær lóð
og sökkt í sjóinn.
Seint um kvöldið gekk ég út á
svalir hallarinnar til að hlusta eft-
ir hvísli hins liðna. Ég horfði yfir
hafið, ef enn væri hræðilegt busl
frá drukknandi drottningum scl-
dánsins í sjónum.
En allt var kyrrt og hljótt. Um-
ferðin yfir ,,Sundið“ var horfin við
komu næturinnar og Gullna Horn-
ið var spegil-skyggnt í ljóma
kvöldsins.
Bosporus-brúin nýja var svo þan-
in og þráðmjó, tónstrengur í þess-
ari Stradivariusarfiðlu meðal borga
heimsins.
Þegar eiginkonan minnir mann sinn á, að þau „séu ekki nein
unglömb lengur“, má búast við, að hún ætli að mælast til ein-
hvers, sem kostar töluvert.
Bill Vaugham.
Vélar eru þarfaþing, að því leyti sem þær eyða þörfinni á erf-
iði, en skaðlegar að því leyti sem þær evða þörfinni á kunnáttu.
W. H. Auden.
Ársskýrslan
Konan við mann sinn: ,,í dag er ár liðið, síðan þú gleymdir, að
hjúskaparafmælið okkar var næsta dag.“