Úrval - 01.01.1974, Page 81
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
79
Sigling skipsins sunnan írlands. — Neðst til hægri er sýnt, hvar skipið
var skotið niður 7. maí klukkan 2:10 síðdegis.
skotið, og hið mikla skip sökk á
20 mínútum.
Það er ógerlegt að gefa viðhlít-
andi lýsingu á þeim átakanlegu at-
burðum, sem á eftir fylgdu. Karlar,
konur og börn voru afkróuð sem
rottur í gildru og reyndu árangurs-
laust að berjast fyrir lífi sínu innan
um alls kyns brak. Neyðarkalli
gufuskipsins var svarað, nokkrum
klukkustundum eftir að það var
sent, og 761 mannslífi var bjargað.
En hinir þýzku sjóræningjar höfðu
lokið ætlunarverki sínu og sannað
það fyrir hinum siðmenntaða heimi,
að hin þýzka menning hafði tekið
hina verstu villimennsku í þjón-
ustu sína. Hermdarverk þeirra í
Belgíu, eitrun brunna og notkun
eiturgass, allt hvarf þetta í skugg-
ann af hinu viðbjóðslegasta yfir-
vegaða fjöldamorði, sem nokkru
sinni hafði verið framið á siglinga-
leiðum.
Það mátti auðvitað búast við því,
að óvinirnir reyndu að réttlæta
þennan hryllilega verknað með því
að lýsa því yfir, að skipið hafi ver-
ið vopnað. Óvinirnir báru fram
þessa viðbjóðslegu og djöfullegu
ásökun í skeytum og sínum eigin
dagblöðum. Ásökun þessi reyndist