Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 96

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL þeirra sýndi einum af yfirmönnum skipsins morgunútgáfu dagblaðsins New York Tribune og benti hon- um á þýzku aðvörunina. Blaða- maðurinn fór fram á að ná tali af skipstjóranum. Þess í stað var Charles Sumner, skrifstofustjóri Cunard-gufuskipafélagsins í New York, beðinn að koma niður á hafn- arbakka, og þar ávarpaði hann blaðamennina. Sumner henti gys að aðvöruninni með fyrirlitningarorðum. Hann sagði, að Lusitanía væri hraðskreið- asta skip á gervöllu Atlantshafinu og að ekkert þýzkt herskip né kaf- bátur gæti siglt það uppi. (Cunard- gufuskipafélagið hafði reyndar gert þá sparnaðarráðstöfun að fækka starfsmönnum í vélarrúmi um 83 menn, og því var aðeins unnt að kynda 19 af 25 gufukötlum skips- ins. Við það minnkaði hámarks- ganghraði þess úr 24 hnútum í 21 hnút). Margir farþegar, sem um borð stigu, höfðu ekki haft hugmynd um þýzku aðvörunina, en fréttir um hana bárust fljótt út. Það ríkti ekki sama glaðværa andrúmsloftið á skipsfjöl eða á hafnarbakkanum og venjulega rétt á undan brottför. Farþegar biðu eftirvæntingarfullir fyrir framan afgreiðsluborð gjald- kera og höfðu vakandi auga hver með öðrum, en sögðu ekki neitt. Margir tóku það fram við káetu- þjónana, að þeir skyldu ekki taka föt þeirra upp úr ferðatöskunum. Sérhver farþegi virtist bíða þess, að einhver annar hefði kjark til þess að afturkalla farpöntunina. Skömmu fyrir hádegi birtist William T. Turner skipstjóri og gekk ákveðnum skrefum niður landgöngubrúna. Hann var að ná í brottsiglingarfyrirskipun sína. Hann bjóst fastlega við því, að brottför yrði frestað eða alveg hætt við hana og farþegarnir yrðu flutt- ir yfir í bandaríska gufuskipið New York, sem sigldi næstum tómt sama dag frá hafnarbakka nr. 62. En fyr- irskipunin hljóðaði á þá leið, að hann skyldi halda úr höfn og sigla sömu leið og í síðustu ferð, svo framarlega sem hann fengi engin sérstök fyrirmæli frá Flotamála- ráðuneytinu. Beitiskipið Juno átti að mæta Lusitaníu nálægt Fastnet- kletti úti fyrir suðvesturodda ír- lands. ,,Kúluhatts-Bill“, eins og Turner var kallaður vegna þeirrar venju sinnar að ganga alltaf með kúluhatt nema þegar hann var í brúnni, var harðstjóri, sem hafði hafið sjó- mennskuferil sinn sem háseti á seglskipum. Hann var mjög þrek- vaxinn, með breiðleitt andlit, og það gengu goðsagnakenndar sögur um persónulegan styrk hans og skipstjórnarhæfni. Hann hafði and- styggð á samkvæmisskyldum þeim, sem skipstjórum farþegaskipa voru lagðar á herðar, og snæddi jafnvel uppi í brú til þess að komast hjá að hitta farþega, sem kepptust um að fá að sitja við borð skipstjóra. Um leið og hann fór aftur um borð í Lusitaníu, spurði bandarísk- ur farþegi hann þeirrar spurningar, sem var á allra vörum: „Er nokkur hætta á ferðum?“ „Það er alltaf um hættu að ræða,“ svaraði Turner. „En bezta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.