Úrval - 01.01.1974, Page 97
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
95
William Jennings Bryan, utanríkisráð'herra Bandaríkjanna (til vinstri),
og ráðunauturinn Robert M. Lansing. Myndin var tekin í júlí 1915.
sjálf og sú staðreynd, að öryggi yð-
ar hvílir í höndum Hins konung-
lega flota.“
Hið mikla skip lét úr höfn um
hádegi. Um svipað leyti var einn af
þýzku kafbátunum þrem, sem skip-
að hafði verið að elta uppi „stór
herflutningaskip“, að gera mikinn
usla úti fyrir vesturströnd Eng-
lands. Þessi kafbátur, U-30, hafði
þegar sökkt sex skipum á fjórum
dögum, þegar hann stöðvaði hol-
lenzkt skip til þess að skoða plögg
þess þ. 1. maí um 45 mílum fyrir
norðvestan Seillyeyjar. Brezka
strandvarnaeftirlitinu var gert að-
vart, og tvö eftirlitsskip, þau Filey
og Iago, sigldu af stað áleiðis til
hollenzka skipsins og U-30. Á leið-
inni stöðvuðu þau bandaríska olíu-
skipið Gulflight, og yfirmenn þeirra
skipuðu því að halda til næstu
hafnar, þar eð þá grunaði það
um að hafa birgt árásarkafbátinn
U-30 upp af olíu með leynd.
Rétt fyrir klukkan 1 e. h. kom