Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 101

Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 101
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU 99 undir dóm almenningsálitsins í heiminum. VENJULEGAR V ARÚÐ ARRÁÐST AFANIR Walter Schwieger, skipstjóri á U-20, sigldi framhjá Fastnetkletti stuttu eftir klukkan 2 að nóttu og tók austlæga stefnu meðfram írsku ströndinni, sem var í um 20 mílna fjarlægð. f síðustu ferð sinni hafði Schwieger orðið að stinga kafbátn- um í miklum flýti til þess að kom- ast hjá ásiglingartilraun. Hann hafði komizt undan, en hann hafði neyðzt til þess að drattast heim við illan leik. Sjónpípan var mikið skemmd, og lak vatn í gegnum sam skeyti, í hvert skipti sem hann kaf- aði. Síðan hafði honum verið skip- að að halda aftur til hafs ásamt U-30, en viðgerðirnar á sjónpípunni höfðu tafið hann um nokkra daga. Því var hann einmitt að koma þarna á vettvang um það leyti sem U-30 var að halda burt. Þegar farið var að kvölda, stöðv- aði Schwieger skonnortu eina í fullu samræmi við Beitiskipsregl- urnar og sökkti henni í viðurvist nokkurra fiskiskipa frá Kinsale og lítils gufuskips. Þegar rökkur var komið, réðst hann á annað skip 12 mílum fyrir austan Kinsale. Þetta skip komst undan í þokunni, og síðan hélt Schwieger í átt til hafs. Báðar þessar árásir voru tafar- laust tilkynntar Sir Henry Coke varasjóliðsforingja, sem hafði um- sjón með þessu eftirlitssvæði, en aðalbækistöð hans var í Queens- town. Og Coke tilkynnti þetta síð- an Flotamálaráðuneytinu. Þegar klukkan var orðin 1 að- faranótt þ. 6. maí, hafði tveim brezk um skipum verið sökkt til viðbót- ar. Það voru þau Candidate og Cen- turion. Schwieger sökkti því síðar- nefnda með tundurskeyti án nokk- urrar undanfarandi aðvörunar, en það sökk ekki strax. Það tók Cen- turion 80 mínútur að sökkva, jafn- vel eftir að öðru tundurskeyti hafði verið skotið beint á það úr lítilli fjarlægð. Stundum sprungu þýzku tundur- skeytin ekki, og þá urðu skemmd- irnar stundum ekki nægilega mikl- ar til þess að sökkva skipi. Schwie- ger skráði það í skipsdagbókina, að tundurskeyti hans væru næstum al- ■ veg gagnslaus gagnvart skipum með langhliðarvatnsskilrúmum og vand- lega lokuðum vatnsþéttum lúgu- hlerum. Þegar klukkan var orðin 6 að kvöldi, var þokan orðin svo þétt, að skyggnið var komið niður í tæpa 30 metra. Schwieger stefndi nú enn á ný til hafs til þess að fá tæki- færi til að hlaða rafgeyma kaf- bátsins á yfirborði sjávar það sem eftir væri nætur. Hann átti aðeins eftir þrjú tundurskeyti, og hann ætlaði að geyma a. m. k. tvö þeirra til hinnar iöngu heimferðar. Flotamálaráðuneytinu var til- kynnt um þessar síðustu árásir U- 20, en samt gerði það ekki neinar gagnráðstafanir. Fram að þessu höfðu verndarskip verið send taf- arlaust á vettvang, þegar skip voru í hættu stödd, jafnvel til verndar slíkum farmi sem múldýrum. Stundum hafði þeim skipum, sem í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.