Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 101
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
99
undir dóm almenningsálitsins í
heiminum.
VENJULEGAR
V ARÚÐ ARRÁÐST AFANIR
Walter Schwieger, skipstjóri á
U-20, sigldi framhjá Fastnetkletti
stuttu eftir klukkan 2 að nóttu og
tók austlæga stefnu meðfram írsku
ströndinni, sem var í um 20 mílna
fjarlægð. f síðustu ferð sinni hafði
Schwieger orðið að stinga kafbátn-
um í miklum flýti til þess að kom-
ast hjá ásiglingartilraun. Hann
hafði komizt undan, en hann hafði
neyðzt til þess að drattast heim
við illan leik. Sjónpípan var mikið
skemmd, og lak vatn í gegnum sam
skeyti, í hvert skipti sem hann kaf-
aði. Síðan hafði honum verið skip-
að að halda aftur til hafs ásamt
U-30, en viðgerðirnar á sjónpípunni
höfðu tafið hann um nokkra daga.
Því var hann einmitt að koma
þarna á vettvang um það leyti sem
U-30 var að halda burt.
Þegar farið var að kvölda, stöðv-
aði Schwieger skonnortu eina í
fullu samræmi við Beitiskipsregl-
urnar og sökkti henni í viðurvist
nokkurra fiskiskipa frá Kinsale og
lítils gufuskips. Þegar rökkur var
komið, réðst hann á annað skip 12
mílum fyrir austan Kinsale. Þetta
skip komst undan í þokunni, og
síðan hélt Schwieger í átt til hafs.
Báðar þessar árásir voru tafar-
laust tilkynntar Sir Henry Coke
varasjóliðsforingja, sem hafði um-
sjón með þessu eftirlitssvæði, en
aðalbækistöð hans var í Queens-
town. Og Coke tilkynnti þetta síð-
an Flotamálaráðuneytinu.
Þegar klukkan var orðin 1 að-
faranótt þ. 6. maí, hafði tveim brezk
um skipum verið sökkt til viðbót-
ar. Það voru þau Candidate og Cen-
turion. Schwieger sökkti því síðar-
nefnda með tundurskeyti án nokk-
urrar undanfarandi aðvörunar, en
það sökk ekki strax. Það tók Cen-
turion 80 mínútur að sökkva, jafn-
vel eftir að öðru tundurskeyti hafði
verið skotið beint á það úr lítilli
fjarlægð.
Stundum sprungu þýzku tundur-
skeytin ekki, og þá urðu skemmd-
irnar stundum ekki nægilega mikl-
ar til þess að sökkva skipi. Schwie-
ger skráði það í skipsdagbókina, að
tundurskeyti hans væru næstum al-
■ veg gagnslaus gagnvart skipum með
langhliðarvatnsskilrúmum og vand-
lega lokuðum vatnsþéttum lúgu-
hlerum.
Þegar klukkan var orðin 6 að
kvöldi, var þokan orðin svo þétt,
að skyggnið var komið niður í tæpa
30 metra. Schwieger stefndi nú enn
á ný til hafs til þess að fá tæki-
færi til að hlaða rafgeyma kaf-
bátsins á yfirborði sjávar það sem
eftir væri nætur. Hann átti aðeins
eftir þrjú tundurskeyti, og hann
ætlaði að geyma a. m. k. tvö þeirra
til hinnar iöngu heimferðar.
Flotamálaráðuneytinu var til-
kynnt um þessar síðustu árásir U-
20, en samt gerði það ekki neinar
gagnráðstafanir. Fram að þessu
höfðu verndarskip verið send taf-
arlaust á vettvang, þegar skip voru
í hættu stödd, jafnvel til verndar
slíkum farmi sem múldýrum.
Stundum hafði þeim skipum, sem í