Úrval - 01.01.1974, Qupperneq 104
102
ÚRVAL
skammstöfunina MFA (Merchant-
fleet auxiliary — „aðstoðarskip úr
kaupskipaflotanum“) á merkjamáli.
Lusitanía hafði því sama kallmerki
og Hellespont, þ. e. MFA. Coke
vildi tilkynna skipstjóra dráttar-
bátsins, að Scadaun, fylgdarskip
hans, ætti að fara í kafbátaleit, en
dráttarbáturinn ætti að halda einn
síns liðs til Queenstown og hafa
hraðann á. Þessi orðsending var
send, og loftskeytamenn á Lusitan-
íu náðu henni.
Flotamálaráðuneytið neitar því á
hinn bóginn og hefur gert það við
fern réttarhöld um rúmlega 58 ára
skeið, að nokkur orðsending hafi
verið send til Lusitaníu klukkan
11.02 f. h. þ. 7. maí, hvorki á dul-
máli né af nokkru öðru tagi. Til
allrar hamingju er enn til staðfest
afrit af skeytasendingardagbók
flotastöðvarinnar í Valentia, og þar
kemur það skýrt fram, að Lusitan-
ía móttók 12 orða orðsendingu,
skrifaða á dulmáli, stílaða á MFA,
klukkan 11.02 f. h. eftir Greenwich-
tíma, sem Lusitanía viðurkenndi þá
strax móttöku á. Farið var með orð-
sendingu þessa á fund Turners skip
stjóra. Allt til æviloka hélt hann
því fram, að í orðsendingu þessari
hafi honum verið fyrirskipað að
breyta stefnunni og halda til
Queenstown. Þannig var stefnu Lu-
sitaníu breytt, líklega af mistökum,
en hugsanlega vegna þess að Coke
var þannig að reyna að tryggja ör-
yggi skipsins.
Um hádegi heyrði Schwieger
hljóð í skipsskrúfum uppi yfir kaf-
bátnum, og nokkrum augnablikum
síðar sigldi hann upp undir yfir-
borðið og sá í sjónpípunni, að Juno
stefndi í átt frá honum inn til
Queenstown. Hann tók einnig eftir
því, að þokunni hafði létt og að
komið var glaðasólskin. Hann beið
í 20 mínútur og kom síðan upp á
yfirborðið og hélt þannig tilbaka
á fullri ferð í áttina til Fastnet-
kletts. Lusitanía var nú í 40 mílna
fjarlægð frá kafbátnum. Turner
skipstjóri hafði einmitt lokið við að
ráða textann í MFA-orðsendingu
Cokes nokkrum augnablikum áður.
Klukkan 12.15 eftir Greenwichtíma
breytti hann stefnu Lusitaníu svo
harkalega yfir á bakborða, að
nokkrir farþegar misstu jafnvægið
og duttu kylliflatir og það varð al-
gerleg ringulreið í eldhúsinu. Lusi-
tanía stefndi nú í átt til lands.
Klukkan 1.20 kom Schwieger
auga á reykhnoðra framan við
stefni kafbátsins á stjórnborða. Síð-
an sá hann fjóra reykháfa gufu-
skips, sem var um 14 mílum fram-
undan kafbátnum. Hann lét kaf-
bátinn stinga sér tafarlaust og tók
stefnu, sem mundi gera honum
fært að sigla í veg fyrir þetta nýja
skotmark, ef það skyldi beygja á
stjórnborða og stefna í áttina til
Queenstown. Slík stefna mundi
veita honum tækifæri til fullkom-
ins síðuskots. Hann hrópaði sam-
tímis til stýrimanns, um leið og
áhöfnin hélt til árásarstöðva sinna:
„Fjórir reykháfar, yfir 25.000 tonn,
hraði um 22 hnútar.“ Stýrimaður-
inn svaraði: „Annaðhvort Lusitanía
eða Mauretanía, bæði vopnuð beiti-
skip, sem notuð eru til herflutn-
inga.“ Schwieger áleit, að nú hefði
hann loks fundið þess háttar skot-