Úrval - 01.01.1974, Blaðsíða 111
SANNLEIKURINN UM LÚSITANÍU
109
Walter Schwieger stjórnandi kaf-
bátsins U-20.
town. Það hljóðaði svo: „Komið
strax . . . mikil slagsíða." Coke
varasjóliðsforingi skipaði strax Ju-
no að fara á vettvang, en vélar
Juno voru enn í gangi. Nokkrum
mínútum síðar barst sú fregn til
Queenstown, að Lusitanía væri
sokkin. Coke tilkynnti Flotamála-
ráðuneytinu þetta. Fisher aðmíráll
tók fréttunum rólega, og sáust þess
ekki merki, að honum væri brugð-
ið, fyrr en hann frétti, að Juno
væri lagt af stað á slysstaðinn.
Hann skipaði svo fyrir, að Juno
skyldi snúið við tafarlaust. Hann
sagðist ekki vilja, að „harmleikur
hinnar lifandi beitu“ endurtæki sig.
Fólk, sem svamlaði um innan um
brakið, hafði þegar komið auga á
beitiskipið, þegar því var skipað að
snúa við. Því liðu næstum tvær
klukkustundir, þangað lil fyrstu
björgunarskipin byrjuðu að bjarga
fólki úr sjónum.
Brakið og líkin rak í vesturátt
með aðfallinu, og skolaðist þetta
upp á sandana við Garrettstown-
ströndina og leirurnar í Corutmac-
sherryflóa. í dögun næsta morgun
fundu leitarmenn úr þessum tveim
þorpum 200 lík. Það var óhugnan-
legur fundur. Lengra í vesturátt,
vestur í Schull, Bantry og fyrir neð
an klettana á Kerryströndinni leit-
uðu menn að braki og líkum við
hvert aðfall, hvattir af loforðum
Cunard-gufuskipafélagsins og
áhyggjufullra ættingja um fundar-
laun. Fyrir fund venjulegs líks
fékkst 1 sterlingspund, fyrir lík af
Bandaríkjamanni fengust 2 ster-
lingspund og fyrir fund leifanna af
Alfred Yanderbilt voru boðin
hvorki meira né minna en 1000
sterlingspund, heill lukkupottur.
„ÓGEÐSLEGT MÁL“
Ritskoðun var á símtölum og
skeytum, og því barst tilkynning-
in um, að Lusitaníu hefði verið
sökkt, ekki til Lundúnadagblað-
anna, Cunard-gufuskipafélagsins og
bandaríska sendiráðsins í Lundún-
um fyrr en klukkan 4 síðdegis. Þá
var aðeins tilkynnt, að skipinu
hefði verið sökkt, en ekki getið
neins annars. Því var álitið, að
farþegunum hefði verið bjargað, og
birtu kvöldblöðin í Lundúnum og
New York þessar uppörvandi frétt-
ir.