Úrval - 01.01.1974, Page 119
117
ÚRVALSLJÓÐ
ölvísur
Ki'úsar lögur kveikir bögur og kvæðin smá, dæmisögur og glettur grá. Skúmin fögur fótaskjögur færa margan á. Inter pocula. Sumir kífa, hvetja hnífa, höggva og slá, kampa rífa kinnum frá. Hárin drífa hátt sem fífa, hey eða þornað strá. Inter pocula.
Öls til veiða allir skeiða og erindi fá. Sumir breiða borðin á, mat til reiða, milsku greiða, magnast kætin þá. Inter pocula. Skörum róta, bekki brjóta, borð og slá, könnur hrjóta og fötin frá. Kraftar þrjóta, en kúlan ljóta kiprar augað blá. Inter pocula.
Kviknar hljómur, heyrist rómur í hverri krá, vöknar gómur og vara strá, blandast ómur, bikarinn tómur bellur yfir í rá. Inter pocula. Síðan halla heilastalla hægindið á, stirðan pall eða stóra slá. Blunda valla, blöndudalla belgja tvo eða þrjá. Inter pocula.